Atkvæði greidd um fjárlög

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir á Alþingi um fjárlagafrumvarp næsta árs eftir aðra umræðu, sem lauk klukkan 7:30 í morgun eftir næturfund.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, lýsti því yfir að hún myndi greiða atkvæði með frumvarpinu og sagði áríðandi að fara aftur vel yfir heilbrigðis- og velferðarmálin milli annarrar og þriðju umræðu um fjárlögin og leita allra leiða til að hlífa þjónustunni.

Sagði Guðfríður Lilja, að síðast í gær hefði hún verið upplýst um, að fjöldi kvenna, sem sinnir endurhæfingu fyrir aldraða, mætti hugsanlega búast við uppsagnarbréfi innan skamms. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert