Gæsluvarðhalds krafist

Myndatökumenn utan við húsnæði sérstaks saksóknara nú undir kvöld.
Myndatökumenn utan við húsnæði sérstaks saksóknara nú undir kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Karlmaður var í kvöld fluttur úr húsnæði embættis sérstaks saksóknara til Héraðsdóms Reykjavíkur  þar sem fjallað er um kröfu um gæsluvarðhald yfir honum.

Tveimur mönnum til viðbótar var síðar fylgt út úr húsinu en ekki er vitað hvort krafist verður  gæsluvarðhalds yfir þeim einnig.

Fram kom í kvöld að Lárus Welding, fyrrum forstjóri Glitnis, var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á því hvort lög hefðu verið brotin í tengslum við lánveitingar og hlutabréfaviðskipti Glitnis í viðskiptum tengdum FL Group og Stími,  auk viðskipta með hlutabréf í Glitni sjálfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert