Lárus Welding í gæsluvarðhald

Lárus Welding
Lárus Welding Þorvaldur Örn Kristmundsson

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald að beiðni embættis sérstaks saksóknara, samkvæmt heimildum mbl.is.

Samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara standa yfirheyrslur ennþá yfir, en ekki hafa verið lagðar fram frekari beiðnir um gæsluvarðhald.

Á annan tug manna voru færðir til yfirheyrslna í dag í aðgerðum sérstaks saksóknara og er gæsuvarðhaldið í framhaldi af því.

Rannsóknin tengist lánveitingum og hlutabréfaviðskiptum Glitnis í viðskiptum tengdum FL Group og Stími,  auk viðskipta með hlutabréf í Glitni sjálfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert