Mótmæla lokun á Hellu harðlega

Sveitastjórnirnar segja að hugmyndirnar séu mikið áfall fyrir íbúa og ...
Sveitastjórnirnar segja að hugmyndirnar séu mikið áfall fyrir íbúa og skjólstæðinga þjónustunnar og gangi þvert á stefnu ríkisvaldsins um uppbyggingu heilsugæslu á landsbyggðinni. mbl.is/Eggert

Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Ásahrepps mótmæla harðlega yfirlýsingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) um að loka eigi heilsugæslustöðinni á Hellu.

Fram kemur í yfirlýsingu frá sveitarstjórnunum að heilsugæslustöðin á Hellu þjóni íbúum á stóru svæði í Rangárvallasýslu. Hátt í 2.000 íbúum og hátt í 500 húsa sumarbústaðabyggð auk gríðarlegs fjölda ferðamanna. Að auki sé Stjórnstöð Almannavarna og fjöldahjálparstöð staðsett á Hellu.

Í yfirlýsingunni er tekið fram að í fréttatilkynningu HSU frá 29. nóvember 2011 hafi hvorki verið lögð fram fagleg eða fjárhagsleg rök til stuðnings þessari tillögu. Það sé því mikilvægt að þau verði unnin af óháðum fagaðilum og lögð fram.

Furðulegt að loka nýrri byggingu

„Á Hellu var nýlega ráðist í byggingu tengibyggingar til að mynda þjónustukjarna sveitarfélagsins, verslunar, heilsugæslu, apóteks o.fl. Framkvæmdin naut stuðnings ríkisvaldsins og var einn megin tilgangurinn með framlaginu að stórbæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að heilsugæslunni og hefur það nú þegar verið gert á myndarlegan hátt. Svo vitnað sé orðrétt til samnings Rangárþings ytra, heilbrigðis- og fjármálaráðuneytisins frá 28. des. 2009: „Tilgangurinn með byggingunni er m.a. að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að þeirri þjónustu sem rekin er og veitt í framangreindum húsum sérstaklega að því er varðar aðkomu að heilsugæslustöðinni.“ Í samningnum kemur einnig fram að afhending húsnæðisins eigi að vera 31. des. 2011. Það vekur því furðu að á sama tíma og húsnæðið er tilbúið, ákveði forsvarsmenn HSU að leggja til að Heilsugæslustöðinni á Hellu verði lokað,“ segir í yfirlýsingunni.

Sveitarstjórnirnar segja að þessar hugmyndir séu mikið áfall fyrir íbúa og skjólstæðinga þjónustunnar og gangi þvert á stefnu ríkisvaldsins um uppbyggingu heilsugæslu á landsbyggðinni.

Staðið verði við samkomulag

Fram kemur að forsvarsmenn sveitarstjórnanna hafi fundað með framkvæmdastjórn HSU í dag og komið á framfæri alvarlegum athugasemdum og mótmælum er varði þessa tillögu. Einnig hafi verið óskað eftir fundi með velferðarráðherra.

„Sveitarstjórnirnar leggjast alfarið gegn fyrirhuguðum breytingum og munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélaganna og annarra þjónustuþega. Þess er því krafist að staðið verði við markmið ofangreinds samnings frá 28. des. 2009 er varðar uppbyggingu á Heilsugæslu á Hellu.

Miðstöð almannavarna er á Hellu og fjöldahjálparstöð sem er hugsuð fyrir Rangárvallasýslu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Aflagrandi 40 við byrjum daginn á opnu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...