Mótmæla lokun á Hellu harðlega

Sveitastjórnirnar segja að hugmyndirnar séu mikið áfall fyrir íbúa og ...
Sveitastjórnirnar segja að hugmyndirnar séu mikið áfall fyrir íbúa og skjólstæðinga þjónustunnar og gangi þvert á stefnu ríkisvaldsins um uppbyggingu heilsugæslu á landsbyggðinni. mbl.is/Eggert

Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Ásahrepps mótmæla harðlega yfirlýsingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) um að loka eigi heilsugæslustöðinni á Hellu.

Fram kemur í yfirlýsingu frá sveitarstjórnunum að heilsugæslustöðin á Hellu þjóni íbúum á stóru svæði í Rangárvallasýslu. Hátt í 2.000 íbúum og hátt í 500 húsa sumarbústaðabyggð auk gríðarlegs fjölda ferðamanna. Að auki sé Stjórnstöð Almannavarna og fjöldahjálparstöð staðsett á Hellu.

Í yfirlýsingunni er tekið fram að í fréttatilkynningu HSU frá 29. nóvember 2011 hafi hvorki verið lögð fram fagleg eða fjárhagsleg rök til stuðnings þessari tillögu. Það sé því mikilvægt að þau verði unnin af óháðum fagaðilum og lögð fram.

Furðulegt að loka nýrri byggingu

„Á Hellu var nýlega ráðist í byggingu tengibyggingar til að mynda þjónustukjarna sveitarfélagsins, verslunar, heilsugæslu, apóteks o.fl. Framkvæmdin naut stuðnings ríkisvaldsins og var einn megin tilgangurinn með framlaginu að stórbæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að heilsugæslunni og hefur það nú þegar verið gert á myndarlegan hátt. Svo vitnað sé orðrétt til samnings Rangárþings ytra, heilbrigðis- og fjármálaráðuneytisins frá 28. des. 2009: „Tilgangurinn með byggingunni er m.a. að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að þeirri þjónustu sem rekin er og veitt í framangreindum húsum sérstaklega að því er varðar aðkomu að heilsugæslustöðinni.“ Í samningnum kemur einnig fram að afhending húsnæðisins eigi að vera 31. des. 2011. Það vekur því furðu að á sama tíma og húsnæðið er tilbúið, ákveði forsvarsmenn HSU að leggja til að Heilsugæslustöðinni á Hellu verði lokað,“ segir í yfirlýsingunni.

Sveitarstjórnirnar segja að þessar hugmyndir séu mikið áfall fyrir íbúa og skjólstæðinga þjónustunnar og gangi þvert á stefnu ríkisvaldsins um uppbyggingu heilsugæslu á landsbyggðinni.

Staðið verði við samkomulag

Fram kemur að forsvarsmenn sveitarstjórnanna hafi fundað með framkvæmdastjórn HSU í dag og komið á framfæri alvarlegum athugasemdum og mótmælum er varði þessa tillögu. Einnig hafi verið óskað eftir fundi með velferðarráðherra.

„Sveitarstjórnirnar leggjast alfarið gegn fyrirhuguðum breytingum og munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélaganna og annarra þjónustuþega. Þess er því krafist að staðið verði við markmið ofangreinds samnings frá 28. des. 2009 er varðar uppbyggingu á Heilsugæslu á Hellu.

Miðstöð almannavarna er á Hellu og fjöldahjálparstöð sem er hugsuð fyrir Rangárvallasýslu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

Lítill fiskur veldur heilabrotum

05:30 Lítill torkennilegur fiskur hefur valdið sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar nokkrum heilabrotum síðustu vikur.  Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Þörf á fleiri úrræðum í skólunum

05:30 Staðan í sveitarfélögum utan Reykjavíkurborgar um pláss fyrir nemendur sem eru með hegðunar-, geðræna- eða félagslega erfiðleika í sérskólum eða sérdeildum innan grunnskóla er misjöfn, segir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Reyndi svik í nafni Costco

05:30 Blaðamanni á Morgunblaðinu barst nýlega tölvupóstur frá „hr. Lee Clark“, sem kvaðst vera innkaupastjóri hjá Costco í Bretlandi. Meira »

Ófyrirséðar afleiðingar af Costco

05:30 Jón Gerald Sullenberger í Kosti hefur velt fyrir sér þeirri ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco að koma inn á þann örmarkað sem Ísland er. Meira »

Leitað að þremur ferðakonum

01:43 Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin. Meira »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

Í gær, 21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

Í gær, 20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

Í gær, 20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...