Allir kæra gæsluvarðhaldið

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Júlíus

Þremenningarnir, sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær að beiðni embættis sérstaks saksóknara vegna Glitnismálsins, hafa nú allir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar.

Málsaðilar hafa greinargerðarfrest til morguns og verður málið tekið fyrir eftir það.

Þeir sem um ræðir eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem starfaði í verðbréfamiðlun Glitnis.

Yfirheyrslur hafa staðið yfir á vegum embættis sérstaks saksóknara í allan dag. „Við höfum haldið áfram að yfirheyra þá sem yfirheyrðir voru í gær og einnig hafa nýir aðilar verið kallaðir inn,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert