Stuðning vantar við Hólmsheiði

Andstaða er á Alþingi við áform ríkisstjórnarinnar um nýtt fangelsi …
Andstaða er á Alþingi við áform ríkisstjórnarinnar um nýtt fangelsi á Hólmsheiði.

„Það vantar pólitískan stuðning við þá stefnumótun sem þessi fangelsisbygging felur í sér, þó vilji sé til að samþykkja heimildina með skilyrðum.“

Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, spurð af hverju ekki hafi verið gert ráð fyrir kostnaði vegna nýs fangelsis á Hólmsheiði í breytingartillögum fjárlaganefndar fyrir 2. umræðu um fjárlögin.

Haft var eftir Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í Morgunblaðinu í gær að hann vænti þess að þessi fjárveiting yrði samþykkt og málið kæmi inn í 2. eða 3. umræðu um fjárlögin.

Í áliti til fjárlaganefndar lýsir meirihluti allsherjar- og menntamálanefnda miklum efasemdum um fyrirætlan og hagkvæmni nýs fangelsis á Hólmsheiði. Var því beint til ríkisstjórnarinnar að endurskoða þessi áform og að í staðinn yrði byggt komu- og gæsluvarðhaldsrými í Reykjavík í stað fangelsisins á Skólavörðustíg og Kvennafangelsisins í Kópavogi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert