Vöruverð hækkar víðast

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í flestum verslunarkeðjum um 1,6%-5,6% frá því í júní nema í Hagkaupum þar sem vörukarfan lækkar um 1,2% og í Nóatúni þar sem hún lækkaði um 2,4% að því er fram kemur í nýrri mælingu verðlagseftirlits ASÍ sem gerð var í nóvember. 

Nettó hækkar mest

Mesta hækkunin á vörukörfunni milli mælinga verðlagseftirlitsins var hjá Nettó um 5,6%, 10-11 um 5,2% og Samkaupum Úrval um 4,6%.

Í lágvöruverðverslununum hækkaði verð vörukörfunnar mest hjá Nettó um 5,6% sem skýrist að stærstum hluta af hækkun á drykkjarvörum og kjötvörum (9,3%), grænmeti og ávöxtum (9,2%) og brauði og öðru kornmeti (8,3%).

Í Krónunni hækkaði vörukarfan um 3,3% sem skýrist að stærstum hluta af hækkun á ýmsum matvörum (9,6%) og kjötvörum (8,7%), en á móti kemur lækkun á vöruflokknum sætindum um6,1%.

Vöruflokkarnir brauð og kornvörur; mjólkurvörur, ostar og egg; grænmeti og ávextir hækkuðu í öllum lágvöruverðsverslunum, mismikið þó á milli mælinga. Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert