„Þetta er bara galið“

Skoðanir um skattleysi IPA-styrkja eru mjög skiptar á Alþingi.
Skoðanir um skattleysi IPA-styrkja eru mjög skiptar á Alþingi. mbl.is/Kristinn

„Mér finnst þetta algerlega út í hött að það sé verið að búa til einhver sérlög um þetta á Íslandi,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um frumvarp stjórnvalda um skattfríðindi svonefndra IPA-styrkja frá Evrópusambandinu vegna umsóknar Íslands um inngöngu í það.

„Þetta er bara galið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Allt sé reynt af stjórnvöldum til þess að ná fé af fyrirtækjum sem sýni lífsmark en í þessu tilfelli gildi allt annað.

Frumvarpið, ásamt þingsályktunartillögu um staðfestingu rammasamnings við Evrópusambandið um framkvæmd IPA-aðstoðarinnar, var afgreitt úr þingflokkum stjórnarflokkanna í vikunni en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerðu Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingismaður fyrirvara við málið í þingflokki Vinstri-grænna.

„Eins og ég hef skilið málið er þetta sambærilegt og með alla alþjóða- og milliríkjasamninga; þegar menn fá styrki og annað slíkt eru þeir skattlausir,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert