Gæsluvarðhald staðfest

Glitnir
Glitnir mbl.is/Friðrik Tryggvason

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fyrr í vikunni að beiðni embættis sérstaks saksóknara.

Þremenningarnir, sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrradag að ósk embættis sérstaks saksóknara vegna Glitnismálsins, kærðu allir úrskurðinn til Hæstaréttar. Um er að ræða Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, og Inga Rafnar Júlíusson, sem starfaði í verðbréfamiðlun Glitnis.

Yfirheyrslur í tengslum við mál tengd Glitni hafa staðið yfir hjá embætti sérstaks saksóknara í dag en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekki upplýsa hverjir hafa verið yfirheyrðir, enda geti það spillt rannsóknarhagsmunum.

Embættið rannsakar nú kaup Glitnis og ráðstöfun bankans á hlutabréfum útgefnum af FL Group og lánveitingar til ýmissa félaga vegna kaupa á hlutabréfum útgefnum af bankanum 2007 og 2008. Einnig er Stím-málið svokallaða til rannsóknar.

Ingi Ragnar Júlíusson er einn þeirra þriggja Glitnismanna sem eru …
Ingi Ragnar Júlíusson er einn þeirra þriggja Glitnismanna sem eru í gæsluvarðhaldi mbl.is/Ómar Óskarsson
Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni
Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Lárus Welding
Lárus Welding mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert