Féð skili sér aftur til landsbyggðarinnar

Jón Bjarnason og Einar K. Guðfinnsson, núverandi og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar.
Jón Bjarnason og Einar K. Guðfinnsson, núverandi og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar. mbl.is/Ómar

„Það sem að mínu mati stendur upp úr í þessu svari er að þarna sést svart á hvítu að veiðigjaldið er fyrst og fremst landsbyggðarskattur,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðsherra, svaraði í gær fyrirspurn Einars um árlega upphæð veiðigjalds og skiptingu þess eftir sveitarfélögum.

Einar segir að samkvæmt svari ráðherrans komi 85% þeirrar upphæðar sem sé innheimt frá útgerðum sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins. „Þessir peningar fara síðan til ráðstöfunar í ríkissjóði og allir vita að þeir peningar rata að lokum fyrst og fremst í verkefni á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að hér er um að ræða kláran tilflutning á fjármunum með beinum hætti í gegnum ríkissjóð frá landsbyggð til höfuðborgar.“

Einar bendir á að á næsta fiskveiðiári hafi ríkisstjórnin í hyggju að þrefalda veiðigjaldið og að það fari þá úr þremur milljörðum króna í níu milljarða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert