Sagði sig úr Lögfræðingafélaginu

Gísli Tryggvason.
Gísli Tryggvason.

„Ég sagði mig úr félaginu vegna einhliða afstöðu þess gagnvart tillögum um nýja stjórnarskrá,“ segir Gísli Tryggvason, stjórnlagaráðsmaður og talsmaður neytenda, sem hefur sagt sig úr Lögfræðingafélagi Íslands.

Lögfræðingafélagið hélt fund fyrir nokkru undir yfirskriftinni „Áhyggjur og efasemdir um tillögu stjórnlagaráðs“. Hafsteinn Þór Hauksson hafði þar framsögu og segir Gísli fundinn hafa endurspeglað einhliða og gildishlaðna afstöðu Lögfræðingafélagsins til tillagnanna.

„Þarna var fenginn fyrirlesari sem er andsnúinn tillögum stjórnlagaráðs. Það hefði verið auðvelt að fá fleiri sjónarhorn með því að fá fleiri fyrirlesara. En það var ekki gert. Mér finnst það skrýtið í ljósi þess að samkvæmt lögum félagsins er eitt af hlutverkum þess að efla vísindalega umræðu. Þetta eru aftur á móti ekkert sérlega vísindaleg vinnubrögð.“

„Ég komst því miður ekki sjálfur á fundinn, en ég fékk upplýsingar um að hann hefði verið í samræmi við yfirskriftina; einhliða og ómálefnalegur.“

Gísli segir hagsmuni sína lítið breytast við að segja sig úr félaginu, en hann gerði það símleiðis á föstudaginn. „Ég vona að það, sem kom fram á þessum fundi, sé ekki lýsandi fyrir afstöðu lögfræðinga almennt,“ segir Gísli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert