Stórhríð á Mýrdalssandi

Stórhríð er á Mýrdalssandi
Stórhríð er á Mýrdalssandi mbl.is/RAX

Á Mýrdalssandi og vestur yfir Reynisfjall er þæfingur og stórhríð og er ekkert ferðaveður á þessum slóðum. Mun færð þyngjast mjög fljótlega með kvöldinu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði en hálka í  Þrengslum. Hálka og hálkublettir eru á Suðvesturlandi.
Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur á flestum leiðum. Ófært er á Fróðárheiði. Þungfært er á Útnesvegi.

Á sunnanverðum Vestfjörðum er þungfært á Klettshálsi og Kleifaheiði, þæfingur og skafrenningur á Mikladal og Hálfdáni. Annars er hálka, snjór, skafrenningur og éljagangur á flestum leiðum á Vestfjörðum. Vegfarendur á leið til Ísafjarðar
eða Hólmavíkur eru beðnir að fara norður Strandir því ófært er um Þröskulda.

Á Norðurlandi er hálka eða snjór á flestum leiðum. Éljagangur er í Eyjafirði. Þæfingsfærð er á Hólasandi.

Á Austurlandi er hálka eða snjór á flestum leiðum. Þæfingsfærð er á Breiðdalsheiði og Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert