Glitnismenn lausir úr haldi

Húsnæði sérstaks saksóknara.
Húsnæði sérstaks saksóknara. mbl.is/Ómar

Lárusi Welding var sleppt úr gæsluvarðhaldi seinnipartinn í dag að loknum yfirheyrslum ásamt tveimur öðrum fyrrverandi yfirmönnum hjá Glitni.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að rannsóknin gangi það vel að rannsóknarhagsmunir hafi ekki krafist þess að halda þeim lengur í gæsluvarðhaldi.

„Við erum komnir á þann stað í vinnslunni að við þurfum ekki lengur að halda þeim en rannsókn er svo haldið áfram.“

Lárus og félagar voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta miðvikudag, 30. nóvember. Var það gert að kröfu sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun og auðgunarbrot í tengslum við viðskipti Glitnis.

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er laus úr gæsluvarðhaldi.
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er laus úr gæsluvarðhaldi. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert