Þingmenn og fjölmiðlar komnir fram úr sér

Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi.
Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að þingmenn og fjölmiðlar væru komnir fram úr sér í vangaveltum um að ráðuneyti efnahags- og viðskiptamála og fjármála verði sameinuð.

Sagði Jóhanna þegar hún svaraði Bjarna Benediktssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að engin ný ákvörðun hefði verið tekin um breytingar á efnahagsráðuneytinu frá því ákvörðun var tekin um að stofna það.

Bjarni sagði að þetta væru ekki meiri getgátur en að fjármálaráðherra hefði nýlega sagt í þinginu að hann teldi heppilegast að hafa þessi mál á sömu hendi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, spurði hvort ummæli Jóhönnu, um að engin ný ákvörðun hefði verið tekin þýddi að löngu væri ákveðið að sameina ráðuneytin.

Jóhanna sagði að það væri röng ályktun að slík sameining hefði staðið til frá upphafi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert