Ánægja með ráðstöfun veiðileyfagjalds

Horft yfir Sauðárkrók, höfuðstað Skagafjarðar.
Horft yfir Sauðárkrók, höfuðstað Skagafjarðar. mbl.is/Sauðárkrókur

Sveitarstjórn í Skagafirði er ánægð með tillögur starfshóps sjávarútvegsráðherra um veiðileyfagjald og hvernig tekjum af því skuli ráðstafað. Sveitarstjórnin ályktaði um þetta á dögunum.

Sveitarstjórnin segir tillögur um veiðileyfagjaldið fela í sér viðurkenningu á mikilli tilfærslu fjármuna frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Í tillögunum felist viðleitni til þess að vinda ofan af þessu að minnsta kosti að hluta.

Í  tillögum starfshópsins er gert ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi skiptist þannig að 50% renni í ríkissjóð, 40% til sjávarbyggða og 10% til þróunar- og markaðsmála í sjávarútvegi.

Skagfirðingar vilja raunar að veiðigjald verði einn af lögmætum tekjustofnum sveitarfélaga og segja slíkt mikilvægt nú þegar skorið er niður í heilbrigðis- og samgöngumálum, á sama tíma og auknar álögur séu lagðar á t.d. fyrirtæki á landsbyggðinni.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert