Meirihluti vill ljúka ESB-viðræðum

Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins. Reuters

Meirihluti þeirra, sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, eða 65,3%, vill ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og leggja samning undir þjóðaratkvæði.

34,7% vildu draga aðildarumsóknina til baka. Alls tók 89,1% þátttakanda í könnuninni afstöðu til spurningar um aðildarviðræður.

Nærri 95% stuðningsmanna Samfylkingarinnar sögðust vilja ljúka viðræðunum og rúmlega 76% stuðningsmanna Vinstri grænna. 56,4% þeirra, sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokk, sögðust vilja ljúka viðræðunum en um 63% stuðningsmanna Framsóknarflokksins sögðust vilja draga umsóknina til baka.

Fram kemur í Fréttablaðinu að hringt var í 800 manns dagana 7. og 8. desember. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert