Málið snúist um útúrsnúninga

Félagsmenn Vantrúar standa fyrir bingói á Austurvelli. Mynd úr safni.
Félagsmenn Vantrúar standa fyrir bingói á Austurvelli. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Ástæða þess að Vantrú kvartaði yfir kennslu Bjarna Randvers Sigurvinssonar um félagið til siðanefndar HÍ var sú að þar voru orð tekin gróflega úr samhengi og teiknuð upp einhliða og villandi mynd af félaginu. Þetta segir Matthías Ásgeirsson, einn stofnenda Vantrúar.

Yfirlýsing varðandi erindi Vantrúar til siðanefndar Háskóla Íslands sem birtist í aðsendri grein í Morgunblaðinu auk nokkurra annarra fjölmiðla í dag var undirrituð af 109 háskólamönnum við íslenska háskóla og stofnanir en í þeim hópi eru 84 kennarar og starfsmenn við Háskóla Íslands. Þar segir meðal annars að ekkert tilefni hafi verið til þess að gagnrýna kennslugögn Bjarna Randvers í námskeiði um nýtrúarhreyfingar.

Matthías segir hins vegar að orð félagsmanna hafi verið tekin gróflega úr samhengi í glærum sem Bjarni Randver notaði við kennslu sína og Vantrú kvartaði undan.

„Í stuttu máli sendi Vantrú þessa kvörtun því þegar við sáum þessar glærur um félagið fannst okkur gróflega snúið út úr okkar málflutningi og því sem við höfum sagt. Okkur fannst að það væri verið að mála af okkur skrípamynd,“ segir Matthías.

Fyrstu viðbrögð félagsmanna við því að heyra að verið væri að kenna um félagið við guðfræðideild Háskóla Íslands segir Matthías að hafi verið stolt. Það komi allt fram í póstum af lokuðum innri vef félagsins sem Bjarni Randver hafi undir höndum. Þegar nánar hafi verið að gáð hafi þeim þó þótt að í glærunum væri verið að mála af félaginu dökka og ljóta mynd.

„Í umfjöllun sinni byrjar hann að okkar mati að taka texta eftir okkur mjög skringilega úr samhengi. Hann fjallar nær ekkert um skrif á Vantrúarvefnum, ég held að hann vitni tvisvar í Vantrú.is í öllum glærunum, annars eru þetta bara bloggfærslur. Hann fjallar ekkert um það sem Vantrú skrifar eða gerir,“ segir Matthías.

Þannig sé ein glæran orðalisti yfir orðalag um nafngreinda einstaklinga sem eigi að sýna hversu orðljótir félagsmenn Vantrúar séu. Að sögn Matthíasar er þó margt á þeim lista alls ekki eftir Vantrúarsinna og þar séu orð sem aldrei hafi verið höfð um nafngreinda einstaklinga.

Þá sé Vantrú bendluð við herskáan málflutning sem sé „vatn á myllu haturshreyfinga sem grafi undan allsherjarreglu samfélagins og almennu siðferði“ á annarri glæru í glærupakkanum um félagið.

Matthías segir að almennt viðhorf félagsmanna hafi verið að senda þyrfti siðanefnd HÍ erindi háskólans sjálfs vegna. Í siðareglum skólans komi skýrt fram að fræðimenn gæti þess að gefa ekki villandi mynd af því sem fjalla sé um.

„Við teljum að Bjarni Randver hafi beinlínis afbakað upplýsingar þegar hann tekur tilvitnanir frá okkur eða klippir þær í sundur. Við sjáum ekki Vantrú í þessari kennslu. Hann tekur ekkert af greinum okkar eða því sem félagið hefur sagt opinberlega,“ segir Matthías.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hætta á skriðuföllum

06:39 Útlit er fyrir að suðaustlægar áttir verði ríkjandi fram yfir helgi með rigninu af og til um allt land en varla heill þurr dagur suðaustan til á landinu. Því má búast við vatnavöxtum á því svæði sem eykur einnig líkur á skriðuföllum. Meira »

Rólegt á lögregluvaktinni

05:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið um eitt í nótt vegna gruns um að ökumaður væri að aka undir áhrifum fíkniefna/lyfja. Meira »

Andlát: Einar Friðrik Kristinsson

05:30 Einar Friðrik Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, er látinn, 76 ára að aldri. Einar lést á líknardeild Landspítalans sl. fimmtudag, 21. september. Hann fæddist 21. ágúst 1941 í Vestmannaeyjum. Meira »

Andlát: Örn Ingi Gíslason

05:30 Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 23. september, 72 að aldri. Hann fæddist á Akureyri 2. júní 1945 og bjó þar alla tíð. Móðir Arnar Inga var Guðbjörg Sigurðardóttir húsmóðir og kjörfaðir Gísli Einarsson sjómaður. Meira »

Samkeppnin fer harðnandi í fluginu

05:30 Sveinn Þórarinsson, greinandi í hlutabréfum hjá Landsbankanum, segir það munu auka þrýstinginn á verð farmiða yfir Norður-Atlantshafið að dótturfélag flugfélagsins Norwegian hafi fengið flugleyfi til Bandaríkjanna. Meira »

Áherslur SI hinar sömu og meistara

05:30 „Þvert á það sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins hafa Samtök iðnaðarins staðið vörð um fagmennsku og gætt hagsmuna iðnmeistara með því að gera yfirvöldum grein fyrir þeim sem bjóða fram þjónustu án tilskilinna réttinda.“ Meira »

Andarnefja heimsótti Friðarhöfn

05:30 Hvalur, um sjö metra langur, sást í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Talið er að um andarnefju sé að ræða. Hvalurinn synti um höfnina og virtist vera við góða heilsu. Friðarhöfn er innst í Vestmannaeyjahöfn. Meira »

Einar ráðinn þjóðgarðsvörður

05:30 Þingvallanefnd hefur samþykkt að ráða Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins, til eins árs í stöðu þjóðgarðsvarðar, frá og með 1. október nk. Meira »

Enginn hefur skoðað Núp

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí síðastliðnum til sölu þrjár húseignir að Núpi í Dýrafirði. Um er að ræða skólabyggingu og tvær heimavistir, alls rúmlega 4.500 fermetra. Meira »

Rafknúnir bátar undanþegnir gjöldum

05:30 Í nýsamþykktri gjaldskrá Faxaflóahafna fyrir árið 2018 var sett inn nýtt ákvæði til bráðabirgða um að bátar sem alfarið eru knúnir rafmagni og notaðir til skipulagðra siglinga með farþega séu undanþegnir bryggju- og lestargjaldi til ársloka 2025. Meira »

Andrúmsloftið í Framsókn hreinsast

05:30 Ásakanir ganga á víxl vegna brotthvarfs Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum síðastliðinn sunnudag.  Meira »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Þjónustufulltrúi 50%
Skrifstofustörf
BÝRÐ ÞÚ YFIR afburða...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...