Munurinn 20-40 þúsund krónur

Ef frumvarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra verður að veruleika munu um 1.000 manns, sem hafa verið án vinnu í þrjú og hálft ár, færast tímabundið af atvinnuleysisskrá og yfir á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna næsta sumar.

Ekki hafa þó allir rétt á þessari aðstoð vegna tekna maka t.a.m. sem eru alla jafna lægri en atvinnuleysisbætur. Munurinn getur verið 20-40 þúsund kr. en á móti kemur ýmislegt sem sveitarfélögin greiða niður t.d. leigubætur o.fl.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir mörg sveitarfélög illa í stakk búin til að takast á við þennan kostnað sem getur numið um 1,5 milljörðum króna næsta sumar. Varla komi til greina að takast á við hann með aukinni skuldsetningu.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert