Skógarþrestir í sundlauginni

Skógarþröstur.
Skógarþröstur. mynd/Jóhann Óli Hilmarsson

„Það er indælt að hafa fuglana hérna. Það fer ekki illa um þá en ætli sé ekki betra fyrir þá að vera úti í náttúrunni,“ segir Sigurgeir Sigurgeirsson, sundlaugarvörður í Sundlaug Grindavíkur, en tveir skógarþrestir hafa gert sig þar heimakomna í morgun.

Sigurgeir opnar jafnan hurðir á sundlauginni á morgnana og þetta notfærðu fuglarnir sér og skutust inn í hlýjuna. Hann sagðist hafa reynt að fanga þá með háfi, en þessar fuglaveiðar hefðu reynst árangurslausar. „Við viljum ekki meiða fuglana og höfum því ákveðið að láta þá í friði. Við erum búin að opna hurðir og ætlum að sjá til hvort þeir fara ekki út sjálfir. Annars eru þeir núna að spóka sig í blómakeri sem er hérna hjá okkur. Þeim líður greinilega vel,“ sagði Sigurgeir.

„Ég hef nú verið að segja við konurnar sem vinna með mér að þetta séu líklega karlfuglar. Þeir fljúga talsvert yfir í kvennaklefann,“ segir Sigurgeir brosandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert