Slæm færð víða um land

Það eru hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er víða einhver hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Hálkublettir eða hálka er víða á Suðurnesjum og hálka á Suðurstrandarvegi.

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Ófært er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er á flestum fjallvegum, svo sem Gemlufallsheiði, Hálfdán, Mikladal og Þröskuldum. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Snjóþekja og skafrenningur er á Klettshálsi og Steingrímsfjarðarheiði.

Á Norðvesturlandi er hálka og skafrenningur í Húnavatnssýslum. Hálka og skafrenningur er á Vatnsskarði, á Þverárfjalli og í Skagafirðinum en snjóþekja eða hálka á flestum öðrum leiðum.

Á Norðausturlandi er snjóþekja og skafrenningur á Öxnadalsheiði og snjóþekja í Eyjafirðinum með snjókomu eða éljagangi. Snjóþekja og skafrenningur er á Víkurskarði.  Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hólasandi. Flughálka er frá Þórshöfn að Hálsum. Snjóþekja eða hálka er á flestum öðrum leiðum. Snjóþekja og skafrenningur er á Mývatnsöræfum og verið að hreinsa.

Á Austurlandi er hálka og skafrenningur yfir Fjarðarheiði, Fagradal og Oddskarði. Flughált er á Borgarfjarðarvegi og þungfært og skafrenningur á Vatnsskarði eystra. Flughálka er á leiðinni frá Streiti að Hvalnesi. Á öðrum leiðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi. Á Suðausturlandi er flughálka í Mýrdal og austan við Klaustur. Hálka er á öðrum leiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert