Slæm færð víða um land

stækka

mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það eru hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er víða einhver hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Hálkublettir eða hálka er víða á Suðurnesjum og hálka á Suðurstrandarvegi.

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Ófært er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er á flestum fjallvegum, svo sem Gemlufallsheiði, Hálfdán, Mikladal og Þröskuldum. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Snjóþekja og skafrenningur er á Klettshálsi og Steingrímsfjarðarheiði.

Á Norðvesturlandi er hálka og skafrenningur í Húnavatnssýslum. Hálka og skafrenningur er á Vatnsskarði, á Þverárfjalli og í Skagafirðinum en snjóþekja eða hálka á flestum öðrum leiðum.

Á Norðausturlandi er snjóþekja og skafrenningur á Öxnadalsheiði og snjóþekja í Eyjafirðinum með snjókomu eða éljagangi. Snjóþekja og skafrenningur er á Víkurskarði.  Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hólasandi. Flughálka er frá Þórshöfn að Hálsum. Snjóþekja eða hálka er á flestum öðrum leiðum. Snjóþekja og skafrenningur er á Mývatnsöræfum og verið að hreinsa.

Á Austurlandi er hálka og skafrenningur yfir Fjarðarheiði, Fagradal og Oddskarði. Flughált er á Borgarfjarðarvegi og þungfært og skafrenningur á Vatnsskarði eystra. Flughálka er á leiðinni frá Streiti að Hvalnesi. Á öðrum leiðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi. Á Suðausturlandi er flughálka í Mýrdal og austan við Klaustur. Hálka er á öðrum leiðum.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Keyrðu yfir grafir í Gufunesi

14:58 Djúp hjólför liggja yfir fjölda grafa í Gufuneskirkjugarði eftir að keyrt hafði verið yfir þær, að því er virðist á stórum jeppa. Vitni munu hafa verið að verknaðinum og verður hann kærður til lögreglu á mánudag. Meira »

Hált á Hellisheiði og í Þrengslum

14:35 Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Greiðfært er á Reykjanesbraut. Hálkublettir eru frá Reykjavík að Borgarnesi. Snjóþekja er á Mosfells- og Lyngdalsheiði en þæfingsfærð er í Grafningnum. Meira »

Laus af gjörgæslu eftir bruna

13:23 Konan sem lögð var inn á gjörgæslu Sjúkrahúss Akureyrar eftir eldsvoða á bænum Bjargi í Eyjafjarðarsveit hefur verið útskrifuð þaðan. Rannsókn lögreglunnar á brunanum er á lokastigi en grunur leikur á að eldur hafi kviknað í þurrofni fyrir matvæli Meira »

Andlát: Tómas Árnason

13:04 Tómas Árnason, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og seðlabankastjóri, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi á aðfangadag jóla, þann 24. desember sl. Meira »

Reyna að komast inn í Bretland

12:54 Kínversku stúlkurnar tvær sem setið hafa fastar hér á landi yfir jólin hyggjast fljúga til Bretlands á morgun þrátt fyrir að hafa ekki fengið vegabréfsáritun. Töskur sem geymdu vegabréf stúlknanna hurfu úr rútu sem þær voru farþegar í skömmu fyrir jól og hafa enn ekki komið í leitirnar. Meira »

Jörð skelfur enn norður af Geysi

11:55 Jarðskjálftahrinan með upptök um 10 km norður af Geysi í Haukadal varir áfram. Frá hádegi í gær hafa mælst tæplega 30 jarðskjálftar í hrinunni, þar af um 10 frá miðnætti. Stærsti skjálftinn var 2,5 að stærð kl. 12.45 í gær. Meira »

„Ekkert leyndó í gangi“

11:19 „Það er hefð fyrir því að forseti sæmi handhafa forsetavalds Fálkaorðunni, þar á meðal forsætisráðherra. Ekkert nýtt þar á ferð,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Meira »

Höfnuðu þrisvar utan vegar

11:49 Erlendir ferðamenn áttu í töluverðum erfiðleikum með að komast frá Egilsstöðum til Akureyrar í gær. Þeir óku sem leið lá á bílaleigubíl en höfnuðu þrisvar sinnum utan vegar. Í eitt skipti fór bifreiðin á hliðina en ferðamennirnir sluppu ómeiddir. Meira »

Þúsundasti íbúi Vesturbyggðar

11:05 „Við vorum svo heppin að það losnaði íbúð hjá sveitarfélaginu sem við tókum á leigu. Það var búið að prófa eitt og annað áður,“ segir Guðmundur Valur Stefánsson, fiskifræðingur hjá Fjarðalaxi. Meira »

Víða snjóþekja og éljagangur

10:02 Snjóþekja og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum og víðast hvar á Suðurlandi. Snjóþekja er á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Þæfingsfærð er á Mosfells- og Lyngdalsheiði sem og flestum sveitavegum. Þungfært er í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Les Kamp Knox í Mongólíu

10:00 Þrír íslenskir sendifulltrúar munu starfa erlendis fyrir Alþjóða Rauða krossinn þessi jól, þau Elín Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur í Suður-Súdan, Hlér Guðjónsson sem upplýsingafulltrúi í Peking og Þór Daníelsson, yfirmaður sendinefndar Rauða krossins í Mongólíu. Meira »

Hægt að skella sér á skíði

09:21 Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið í dag frá kl. 11 til 16. „Það er fullt af nýjum snjó hjá okkur svo það er best að drífa sig í fjallið og nota hann,“ segir í tilkynningu. Um níuleytið var rúmlega fimm stiga frost, norðvestan 4 m/sek og léttskýjað. Meira »

Bætir í vindinn og snjóar

06:58 Suðvestan og vestan 5-13 m/sek í dag og él, en úrkomulítið á Suðausturlandi. Gengur í norðan og norðaustan 10-18 m/sek í kvöld og nótt með snjókomu eða éljum norðan- og austantil, en léttir til fyrir sunnan. Meira »

Slökktu eld í blaðagámi

Í gær, 23:06 Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu klukkan rétt rúmlega 21:00 í kvöld um að eldur væri í blaðagámi við íþróttahúsið við Digranesveg. Dælubíll var sendur á staðinn og eldurinn slökktur snarlega. Meira »

Veik fyrir hnotubrjótum og bjó til jólaþorp

Í gær, 20:13 Allt fólkið sem er á ferli í Þorláksmessugötu í jólaþorpinu hennar Línu Guðnadóttur hefur fengið nöfn raunverulegs fólks úr stórfjölskyldu hennar, þar eru amma hennar og afi, mamma og pabbi og allir hinir. Meira »

Víða þungfært eða ófært

06:53 Snjóþekja og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum og víðast hvar á Suðurlandi. Þó er þæfingur á Mosfells- og Lyngdalsheiði sem og einstaka sveitavegum. Snjóþekja er á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Meira »

Hefur safnað jólakortum í hálfa öld

Í gær, 22:29 „Maður skoðaði mikið af jólakortum þegar maður var krakki og það var óskaplega gaman. Líklega eru u.þ.b. 50 ár síðan ég fór að safna kortum og smám saman fóru að koma kort frá öðru fólki til mín.“ Meira »

Heldur jólin á olíuborpalli

Í gær, 19:10 Að halda jól á olíuborpalli úti á sjó er líklega langt frá því að geta talist hefðbundið. Jólahald Steingríms Ólafssonar verður þó með því sniði í ár en hann verður á jólavaktinni á olíuborpallinum Songa Dee á Norðursjó. Meira »
Nýtt YRSA Reykjavík, kvenúr. Svissneskt
Ronda verk, auðlæs skífa, 50 m vatnshelt, 2ja ára ábyrgð. Verð 14.900,- Samsett ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&N;ÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum...
Jól í Efsta-Dalsskógi ?
Til sölu fallegur og notalegur bústaður á frábærum útsýnisstað í Efsta-Dalsskógi...
Hnakkur syntetisk til sölu ónotaðir.
Hnakkar til sölur syntetisk einn fjórtan tommu og hinir þrír sautján tommu. Fy...
 
Hagvangur
Ferðaþjónusta
Hlutverk Íslandsstofu er að efla ímynd o...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...
Breytingar á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Skútustaðahreppur Auglýsing sveitarst...
Intellecta
Önnur störf
Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jó...