Boltinn í Icesave-málinu hjá ESA

mbl.is/Ómar

„Við höfum sett fram okkar sjónarmið og málið er í höndum ESA núna. Við höfum verið að taka saman upplýsingar fyrir stofnunina, bæði þýðingar á þeim dómum sem hafa gengið um forgangskröfur og ýmis talnagögn. En frekari ákvarðanir vegna málsins eru núna í höndum hennar.“

Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, aðspurður um stöðu Icesave-málsins.

Íslensk stjórnvöld svöruðu bréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna Icesave-deilunnar við Breta og Hollendinga í lok september síðastliðinn þar sem greint var frá vörn Íslands í málinu. Þá einkum að engin ríkisábyrgð hefði verið á Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og því hefði íslenskum stjórnvöldum ekki verið skylt að bæta innistæður sem sjóðurinn reyndist ekki geta greitt í kjölfar bankahrunsins haustið 2008.

„Við höfum verið að taka saman þessar viðbótarupplýsingar og erum tilbúin að senda þeim þær. Ég á von á að heyra frá þeim því samfara,“ segir Árni. Hann segir hins vegar ekkert hafa heyrst frá Bretum og Hollendingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert