CBC Radio: Forsetinn bjargaði Íslandi

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, í opinberri heimsókn til Kanada ...
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, í opinberri heimsókn til Kanada um síðustu aldamót. Árni Sæberg

Þegar öll sund virtust lokuð kom forsetinn til skjalanna og gerði íslensku þjóðinni kleift að kjósa um Icesave-samkomulagið. Á þessum nótum hefst ítarlegt fréttaviðtal kanadísku sjónvarpsstöðvarinnar CBC Radio við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Lýsir forsetinn þar meðal annars því yfir að erlend fjárfesting sé jafnvel of mikil á Íslandi. 

Lýsingar kanadíska blaðamannsins, Michael Enright, þjóðþekkts blaðamanns í Kanada, á þætti forsetans eru hástemmdar.

En í inngangi viðtalsins er íslenski þjóðsöngurinn leikinn og kynnir kanadísk útvarpskona framhaldið á íslensku, með orðunum „Og núna er komið að Íslandshorninu í Sunday Edition“.

Bauð efnahagslegum rétttrúnaði byrginn

Orðrétt segir í kynningunni líkt og lesa má um hér.

„Í efnahagshruninu 2008 fór Ísland nærri því á hliðina. Þrír bankar landsins féllu, gengi gjaldmiðilsins hrundi um 50% og í fordæmalausri birtingarmynd reiðinnar þustu Íslendingar, sem öllu jöfnu eru friðsældarfólk, út á göturnar og mótmæltu.

En Ísland bauð hinum efnahagslega rétttrúnaði samtíðarinnar byrginn - þ.e. trúnni á björgunarpakka og niðurskurð í opinberum útgjöldum - og er nú á braut endurreisnar sem er öfundarefni um alla Evrópu.

Hetja augnabliksins og maðurinn sem er nær einn síns liðs á bak við þessi eftirtektarverðu umskipti er forseti landsins, Ólafur Ragnar Grímsson,“ segir blaðamaðurinn og rekur hvernig forsetinn hafi rutt brautina fyrir efnahagslegri endurreisn með því að leyfa almenningi að taka þátt í ákvörðunum.

Skýtur föstum skotum á Bandaríkjastjórn 

Farið var yfir víðan völl í viðtalinu og gagnrýndi Ólafur Ragnar meðal annars Bandaríkjastjórn fyrir að hreyfa hvorki legg né lið þegar Ísland einangraðist í Icesave-deilunni. Setur forsetinn þá einangrun í samhengi við þá áherslu sem lögð hefur verið á að rækta tengslin við fjarlægari ríki, að Kína meðtöldu, en það kann aftur að setja ummæli hans í Grímsstaðadeilunni í nýtt samhengi.

Blaðamaðurinn spyr forsetann hvort erlend fjárfesting á Íslandi sé nægjanleg til að rétta af efnahagslífið frekar og svarar Ólafur Ragnar þá því til að hún sé þvert á móti „jafnvel of mikil“, líkt og rakið er undir lok þessarar endursagnar.

Rekur forsetinn hvernig fjármálahrunið virtist ætla að ganga gegn hinni miklu félagslegu samheldni sem einkennt hafi íslenskt samfélag í aldir.

Friðsamir mótmælendur tóku í taumana

Hann rifjar upp mótmælin í janúar 2009 og þá miklu óvissu sem þá var uppi í íslensku samfélagi.

„Það sem ég óttaðist þegar ég vaknaði á hverjum morgni var ekki að okkur tækist ekki að takast á við hinar efnahagslegu afleiðingar heldur að það sem væri að gerast ... myndi kljúfa [þjóðina] í sundur þannig að okkur tækist ekki að setja hana saman aftur.“

Forsetinn rifjar svo upp þegar hluti friðsamra mótmælenda tók í taumana þegar óeirðaseggir tóku að grýta lögreglumenn fyrir utan Stjórnarráðið. Grjótkastinu hafi linnt vegna inngrips friðarsinna.

„Mörg okkar trúa því að ef þessir einstaklingar, 10, 15, 20 talsins, hefðu á þessu augnabliki ekki ákveðið að nóg væri komið hefði enginn getað spáð fyrir um hvernig nóttin hefði þróast,“ segir Ólafur Ragnar.

Vék forsetinn því næst að félagslegri ábyrgð bankanna og þeirri trú á síðustu áratugum að gera ætti markaðnum hærra undir höfði en öðrum þjóðfélagsþáttum. Efnahagskreppan nú snúist ekki aðeins um fjármál heldur einnig lýðræðið og stjórnmálin. Áskorunin í stjórnmálum og á vettvangi lýðræðisins sé engu minni.

Hann nefndi síðan dæmi frá Íslandi um hvernig Alþingi hefði skipað rannsóknarskýrslu um aðdraganda og orsakir bankahrunsins og ákveðið kosningar til stjórnlagaþings.

Gagnrýnir matsfyrirtækin

Blaðamaðurinn spyr út í þau varnaðarorð matsfyrirtækja að lánshæfismat Íslands myndi hríðlækka ef Ísland tækist ekki á hendur skuldir erlendra kröfuhafa eftir fjármálahrunið.

Svarar forsetinn þá því til að helstu matsfyrirtækin, Moody's, Fitch og Standard & Poor's þurfi að svara fyrir það hvers vegna þau gáfu íslenska bankakerfinu bestu meðmæli nokkrum misserum fyrir hrunið.

Þá rifjar forsetinn upp að ýmsir hafi varað við því að eldi og brennistein myndi rigna yfir þjóðina ef ekki yrði gengið að erlendum kröfum, meðal annars með vísan til þess að Ísland yrði „Kúba norðursins“.

Íslendingar munu ekki gleyma Brown

Talið barst að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands 2007 til 2010, og þeirri ákvörðun hans að beita íslensk fyrirtæki hryðjuverkalögum.

Sagði forsetinn þá að Íslendingar væru langminnugir og myndu muna eftir Brown þegar hann væri orðinn gleymdur í Bretlandi. 

Lýðræðið markaðsöflunum yfirsterkara

Eins og áður var nefnt bar Icesave-deilan á góma.

Sagðist forsetinn þá hafa ákveðið að lýðræðið væri markaðsöflunum yfirsterkara. Hann hefði því kosið að leggja deiluna í dóm þjóðarinnar.

„Ef við byrjum að segja að markaðsöflin séu mikilvægari en lýðræðið erum við að minni hyggju að hefja mjög áhættusama vegferð.“

Kína kemur til sögunnar

Talið barst því næst að Kína.

Sagði forsetinn þá að öll ríki Evrópusambandsins hefðu sameinast að baki kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Skuldabyrðin sem þá hafi verið rædd hefði næstum jafngilt neyðarsjóði ESB í skuldakreppunni ef yfirfærð hefði verið í breskt samhengi.

Undantekningin hefði verið Færeyjar og Pólland sem ekki hefðu tekið þátt í að beygja Íslendinga í deilunni.

Hann víkur að Bandaríkjastjórn og hvernig Íslendingar hefðu áttað sig á að henni „stæði á sama“ þegar Icesave-deilan bar á góma.

„Hvert gátum við leitað?“ spyr forsetinn og rekur hvernig hann hafi á sínum tíma, í félagi við bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands, tekið upp viðræður við Kínastjórn. „Það sem eftir fylgdi var einstaklega fáguð samræða við kínverska forystumenn ... sem loks leiddi til samnings á milli Seðlabanka Íslands og Kína.“

Kína hafði sýnt fram á mikla fágun og velvilja í þessum samskiptum þegar grannþjóðir Íslands sýndu „ýmist fálæti eða mikinn fjandskap [e. strong hostility]“.

Jafnvel of mikil erlend fjárfesting á Íslandi

Blaðamaðurinn spyr í framhaldinu hvernig erlendri fjárfestingu sé háttað á Íslandi um þessar mundir og hvort hún mætti ekki vera meiri.

„Þú gætir jafnvel sagt að vandamál okkar hafi verið að það hafi verið of mikill áhugi á að fjárfesta á Íslandi,“ svaraði forsetinn þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fannst erfitt að kalla sig Framsóknarmann

16:03 Karl Liljendal Hólmgeirsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hann hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karl hefur sent frá sér. Meira »

Brú milli íslenskra fyrirtækja og Costco

15:43 „Í Costco eru um 2% af vörunúmerum íslensk. Það hljóta að vera fleiri tækifæri að selja fleiri íslensk vörunúmer í Costco hér og líka fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum í búðir Costco í útlöndum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Meira »

Ný fisktegund veiðist við Ísland

15:39 Brislingur hefur veiðst í fyrsta skipti við Ísland. Gerðist það í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið í lok ágústmánaðar. Einungis veiddist einn fiskur af tegundinni og var hann 15 sentimetra langur. Meira »

Ný ferja í höndum Vestmannaeyjabæjar

15:24 Samgönguráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. Óskað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu 5. október. Meira »

Ræður ekki förinni í þinginu

15:15 „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna.“ Meira »

Tólf mánaða dómar fyrir fjársvik

14:47 Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til 12 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir fjársvik. Mennirnir, annar á fimmtugsaldri en hinn á sextugsaldri, voru ákærðir fyrir að hafa látið útbúa 22 tilhæfulausa reikninga frá Vert ehf. til Ölgerðarinnar. Meira »

Borgarísjaki út af Ströndum

14:35 Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Jakinn er um 18 kílómetra norð-norðaustur af Nestanga við Litlu-Ávík og um 8 kílómetra austur af Sæluskeri. Meira »

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

14:40 Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Meira »

Vonbrigði að ná ekki að klára

14:25 Ekki tókst að afgreiða frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, svo nefnda NPA-þjónustu og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga úr velferðarnefnd fyrir þinglok. Þetta staðfestir formaður velferðarnefndar. Nefndin hafi þó tryggt málinu áframhaldandi farveg. Meira »

Rúv vanrækti almannaþjónustuhlutverk

14:21 Umboðsmanni Alþingis hafa af og til borist kvartanir og ábendingar frá einstaklingum sem búa við heyrnarskerðingu um skort á aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins og þar með að það fullnægi ekki þeim kröfum sem kveðið er á um í lögum. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns Alþingis til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sent var fyrr í þessum mánuði. Meira »

Skapa svigrúm og nýtt þing tekur afstöðu

14:14 Frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga er annað þeirra frumvarpa sem stendur til að afgreiða á Alþingi í dag áður en þingstörfum lýkur. Frumvarpið þarf að fara í gegnum þrjár umræður og hljóta afgreiðslu í nefnd áður en það verður að lögum. Meira »

Tekist á um stjórnarskrármálið

14:07 Þingfundur er hafinn á Alþingi en hann hófst klukkan 13:30. Stefnt er að því að ljúka nokkrum málum í dag, einkum er þar um að ræða breytingar á lögum um útlendinga varðandi stöðu barna í röðum hælisleitenda og afnám uppreistar æru í lögum. Meira »

Eignir Magnúsar kyrrsettar

13:28 Beiðni stjórnar United Silicon um að kyrrsetja eignir Magnúsar Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið samþykkt hjá sýslumanni. Meira »

Þakklátur fyrir stuðninginn

11:44 „Ég er afar þakklátur fyrir stuðningsyfirlýsingar sem streyma inn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, á Facebook-síðu sinni en ýmsir trúnaðarmenn flokksins hafa gengið úr honum og lýst yfir stuðningi við nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar. Meira »

Krefjast frestunar réttaráhrifa

11:35 „Það getur verið að málið leysist á næstu dögum ef frumvarpið fer í gegnum Alþingi,“ segir Magnús Norðdahl lögmaður fimm manna fjöl­skyldu frá Gana. Samkomulag náðist í gær um lok þingstarfa og á dagskrá þingsins verða nokkur frumvörp m.a. frumvarp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um. Meira »

Sækja um endurupptöku

13:17 Samkvæmt frumvarpi um breyt­ingar á út­lend­inga­lög­um sem verður lagt fyrir Alþingi í dag mun fjölskyldan frá Gana geta sótt um endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála verði frumvarpið að lögum, að sögn Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns fjölskyldunnar sem á að vísa úr landi. Meira »

Búist við mikilli rigningu á Suðausturlandi

11:35 Útlit er fyrir að það verði mjög vætusamt á Suðausturlandi og Austfjörðum út vikuna með tilheyrandi vatnavöxtum.   Meira »

Réttindalaus með hnúajárn og amfetamín

11:08 Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur, reyndist hafa í fórum sínum hnúajárn og poka sem innihélt meint amfetamín. Auk þess hafði hann aldrei öðlast ökuréttindi. Meira »
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Þjónustufulltrúi 50%
Skrifstofustörf
BÝRÐ ÞÚ YFIR afburða...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...