Krefst álags á málskostnað

Björn Bjarnason,
Björn Bjarnason,

Jón Magnússon, lögmaður Björns Bjarnasonar, krefst þess að Birni verði dæmdur málskostnaður auk álags í meiðyrðamáli, sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur höfðað gegn Birni vegna ummæla í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi.

Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en fyrirtökunni var frestað til 6. janúar.

Jón Ásgeir höfðaði málið m.a. vegna þess, að í bók Björns var Jón Ásgeir sagður hafa í Baugsmálinu svonefnda verið sakfelldur fyrir fjárdrátt í staðinn fyrir meiriháttar bókhaldsbrot. Björn leiðrétti þetta í 2. prentun bókarinnar og í sérstakri yfirlýsingu. Í greinargerð Jóns Magnússonar, sem lögð var fyrir héraðsdóm í nóvember, segir að  ekki sé ágreiningur um að ummælin séu röng og Björn hafi dregið þau til baka með yfirlýsingu sinn. „Þar sem ummælin hafa verið dregin til baka er engin réttarágreiningur með aðilum eins og komið hefur fram," segir í greinargerðinni.

Þar krefst Jón þess, að hvernig sem úrslit málsins verði, þá verði Birni dæmdur málskostnaður auk álags, þar sem Jón Ásgeirs hafi höfðað málið að þarflausu og án tilefnis. Hann sé að valda dómstólum óþarfa vinnu og Birni ama og leiðindum.

Greinargerð Jóns Magnússonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert