Liu fái pólitískt hæli á Íslandi

Autt sæti var þar sem Liu Xiaobo hefði setið ef ...
Autt sæti var þar sem Liu Xiaobo hefði setið ef hann hefði fengið að veita friðarverðlaunum Nóbels viðtöku í fyrra. Kommúnistastjórnin í Kína setti eiginkonu Liu í stofufangelsi eftir að verðlaunin spurðust út. Reuters

Þingmennirnir Þráinn Bertelsson og Björn Valur Gíslason leggja til í tillögu til þingsályktunar að kínverska andófsmanninum Liu Xiaobo, handhafa friðarverðlauna Nóbels, verði veitt pólitískt hæli á Íslandi. Með því sé ríkur áhugi Kínverja til fjárfestinga hér endurgoldinn.

Liu fékk friðarverðlaunin í fyrra en gat ekki veitt þeim viðtöku þar sem hann sat á bak við lás og slá vegna andófs síns. Eiginkona hans gat heldur ekki mætt til athafnarinnar sökum þess að hún var sett í stofufangelsi af kommúnistastjórninni í Kína.

Orðrétt segja þingmennirnir í tillögunni að eindreginn vilji Huang Nubo til að fjárfesta á Íslandi gefi tilefni til að bjóða andófsmenninum Liu hæli á Íslandi:

„Það væri við hæfi fyrir Íslendinga að endurgjalda þennan áhuga með því að skjóta skjólshúsi yfir Liu Xiaobo sem ekki virðist vera pláss fyrir í hinu víðlenda heimalandi stórskáldsins Li Bai (Lí Pó) sem eins og hinn hagorði Huang Nubo nú öldum síðar bar orðstír heimalands síns um alla heimsbyggðina.“

Veiti andófsmanni „pólitískt skjól“

Greinargerð tvímenninganna með tillögunni er svohljóðandi en þar eru friðarverðlaunin sett í samhengi við feril Liu:

„Friðarverðlaun Nóbels eru veitt á ári hverju þeim sem unnið hafa mest að bræðralagi þjóða, að afvopnun, dregið hafa úr hernaðarmætti eða staðið fyrir friði meðal manna. Verðlaunin eru veitt af norska þinginu sem kýs sérstaka friðarverðlaunanefnd sem stendur að vali verðlaunahafanna.

Árið 2010 voru kínverska friðarsinnanum Liu Xiaobo veitt friðarverðlaun Nóbels fyrir langa og friðsamlega baráttu sína fyrir grundvallarmannréttindum í Kína. Liu Xiaobo er einn höfunda Charter 08 yfirlýsingarinnar sem hvetur til lagalegra og pólitískra umbóta í Kína svo að landið verði lýðræðisríki sem virðir mannréttindi.

Kínversk yfirvöld beittu sér mjög gegn því að kínverski friðarsinninn fengi verðlaunin og höfðu uppi ýmsar hótanir í garð norskra stjórnvalda af því tilefni. Þau brugðust á endanum afar illa við afhendingunni og töldu hana ganga gegn öllum meginreglum friðarverðlaunanna og vera nánast „goðgá“.

Liu Xiaobo var handtekinn 8. desember 2008 vegna friðarbaráttu sinnar og ákærður fyrir að hvetja til undirróðurs gegn kínverskum yfirvöldum. Á jóladag 2009 var hann síðan dæmdur til ellefu ára fangavistar fyrir framangreindar sakir að loknum réttarhöldum sem stóðu aðeins yfir í tvo klukkutíma.

 Á undanförnum árum hafa kínversk yfirvöld og fyrirtæki sýnt Íslandi lofsamlegan áhuga, nú síðast þegar auðjöfurinn og ljóðskáldið Huang Nubo vildi festa kaup á stórri spildu af Íslandi vegna ástar sinnar á landinu. Það væri við hæfi fyrir Íslendinga að endurgjalda þennan áhuga með því að skjóta skjólshúsi yfir Liu Xiaobo sem ekki virðist vera pláss fyrir í hinu víðlenda heimalandi stórskáldsins Li Bai (Lí Pó) sem eins og hinn hagorði Huang Nubo nú öldum síðar bar orðstír heimalands síns um alla heimsbyggðina.“

mbl.is

Innlent »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

Lítill fiskur veldur heilabrotum

05:30 Lítill torkennilegur fiskur hefur valdið sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar nokkrum heilabrotum síðustu vikur.  Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Þörf á fleiri úrræðum í skólunum

05:30 Staðan í sveitarfélögum utan Reykjavíkurborgar um pláss fyrir nemendur sem eru með hegðunar-, geðræna- eða félagslega erfiðleika í sérskólum eða sérdeildum innan grunnskóla er misjöfn, segir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Reyndi svik í nafni Costco

05:30 Blaðamanni á Morgunblaðinu barst nýlega tölvupóstur frá „hr. Lee Clark“, sem kvaðst vera innkaupastjóri hjá Costco í Bretlandi. Meira »

Ófyrirséðar afleiðingar af Costco

05:30 Jón Gerald Sullenberger í Kosti hefur velt fyrir sér þeirri ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco að koma inn á þann örmarkað sem Ísland er. Meira »

Leitað að þremur ferðakonum

01:43 Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin. Meira »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

Í gær, 21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

Í gær, 20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

Í gær, 20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Handsmíðuð hringapör úr silfri með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð. ...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...