Miklar líkur á hvítum jólum

Á Reykjavíkurtjörn í dag.
Á Reykjavíkurtjörn í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Talsvert hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu í nótt og morgun og er afar jólalegt um að listast. Veðurfræðingru segir, að talsverðar líkur séu á því að snjórinn haldist fram að jólum.

„Það er nú alltof mikið af breytingum í spánni til þess að maður þori að negla þetta niður, en það er nú útlit fyrir að það hlýni aðeins á morgun en það er í raun eini dagurinn í bili þar sem hitinn fer eitthvað yfir frostmark, þannig að það eru nú góðar líkur á því að þessi snjór haldi fram að jólum,“ segir Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofunni

Að sögn Óla er erfitt að spá fyrir um miðvikudaginn og dagana þar á eftir og því sé ekki hægt að fullyrða um hvernig veðrið verður um miðja næsta viku. Hann bendir þó á að eins og staðan sé núna þá sé útlit fyrir að veðrið verði svona í kaldaralagi og því séu góðar líkur á því að snjórinn haldist þó svo að hann minnki aðeins.

Hress fjölskylda á snæviþaktri Reykjavíkurtjörn í dag.
Hress fjölskylda á snæviþaktri Reykjavíkurtjörn í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert