Reynt að hindra tillögu

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. mbl/Ómar

Lögfræðiálit, sem forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, lét vinna vegna þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdómi, staðfestir að tillagan er þingtæk.

„Ég lét vinna fyrir mig minnisblað um málið og það var mitt mat eftir að hafa fengið það í hendur að það væri eðlilegt að málið færi á dagskrá,“ segir Ásta. Aðspurð segir hún að aðallögfræðingur Alþingis hafi unnið það í samráði við fleiri.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ásta um tilefni þess að álitið var unnið, að það hafi verið óskað eftir því. Að fengnu álitinu hafi hún samið við Bjarna um að málið færi á dagskrá 20. janúar á næsta ári.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins olli tillagan miklu uppnámi meðal stjórnarflokkanna og lögðu þeir allt kapp á að koma í veg fyrir að hún yrði tekin fyrir og báru því meðal annars við að hún væri ekki þingtæk. Líkti einn heimildarmaður því við að kjarnorkusprengju hefði verið varpað inn á þingið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert