Barnabætur á ís síðustu þrjú ár

Hilmar Ögmundsson.
Hilmar Ögmundsson.

„Barnabætur voru hækkaðar 1. janúar 2009, um sem sagt þrettán þúsund krónur fyrir einstæð foreldri og um átta þúsund krónur fyrir hjón. Krónutalan hefur ekki hækkað síðan.“

Þetta segir Hilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB, sem bætir við að hann sé búinn að fá það staðfest frá fjármálaráðuneytinu að þar á bæ ætli menn ekki að breyta þessu.

„Hinn vinkillinn er svokallað frítekjumark, þ.e. hvað þú mátt hafa mikið í laun áður en bæturnar skerðast, en það hefur heldur ekki breyst frá 1. janúar 2009. Það stendur í 1,8 milljónum fyrir einstæð foreldri og síðan tvisvar sinnum sú upphæð fyrir hjón,“ segir Hilmar en að hans sögn hefði frítekjumarkið átt að fylgja launavísutölunni líkt og tekjumörkin fyrir skattþrepin gera.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag þykir Hilmari mjög undarlegt að verið sé að frysta bæði frítekjumarkið og krónutöluna á sama tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert