Leikskólagjöld hækka um 12-13%

Leikskólagjöld í Reykjavík hækka um áramótin.
Leikskólagjöld í Reykjavík hækka um áramótin.

Gjaldskrá vegna leikskóla og frístundaheimilis, svo og mataráskrift í grunnskóla hækkar um 12-13% um næstu áramót. Þetta er í samræmi við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þessar hækkanir miði að því að halda í við verðlagsþróun.

Leikskólagjald fyrir átta stunda vistun verður frá og með 1. janúar 24.500 kr. á mánuði, en var áður 21.764 kr. „Engu að síður verða leikskólagjöld í Reykjavík áfram þau lægstu á landinu,“ segir í fréttatilkynningu.

Gjald fyrir frístundaheimili hækkar úr 10.040 kr. fyrir 5 daga dvöl í 11.300 kr.

Skólamáltíðin í mötuneyti grunnskóla hækkar úr 275 kr. í 310 kr. og verður mánaðargjaldið 6.200 kr. Reykjavík mun áfram eitt sveitarfélaga bjóða upp á systkinaafslátt vegna skólamáltíða. Ef þrjú systkini eða fleiri eru í mataráskrift eru einungis greitt fyrir tvö yngstu börnin, hin fá 100% afslátt.

Gjaldskrá leikskóla

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert