Misstu næstum fyrirtækin

Ef skilanefnd Glitnis hefði ekki tekist að semja við seðlabankastjórann í Lúxemborg um að stöðva sölu á lánasöfnum sem Glitnir banki hafði sett að veði fyrir láni hjá Seðlabanka Evrópu hefði verið hægt að ganga að mörgum af stærstu fyrirtækjum Íslands og setja þau í gjaldþrot.

Þetta er mat Árna Tómassonar, formanns skilanefndarinnar.

Eftir að Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg tók yfir dótturfélag Glitnis í Lúxemborg haustið 2008 fór Seðlabanki Evrópu að selja með afslætti kröfur sem hann hafði tekið að veði vegna eins milljarðs evra láns (160 milljarða króna) sem Glitnir tók. Bréfin voru til sölu á um 20% af nafnverði og nýir eigendur, „hrægammar“, gátu nýtt sér heimildir til að gjaldfella lán ýmissa stærstu og mikilvægustu fyrirtækja landsins.

Lánin voru þannig tilkomin að þegar Glitnir var kominn í lausafjárþröng söfnuðu stjórnendur bankans saman mörgum bestu útlánum sínum á Íslandi og annars staðar og pökkuðu þeim inn í svokölluð SPV-félög. Félögin voru þrjú og hétu Haf, Holt og Holm. Með þessum gerningi var búið að veðsetja nokkur af mikilvægustu fyrirtækjum Íslendinga í útgerð, samgöngum, fjarskiptum, fasteignum sveitarfélaga og fleiri greinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert