Varð veik þegar gat kom á sílikonpúða

Gallaður silíkonpúði.
Gallaður silíkonpúði. Reuters

Íslensk kona segist hafa orðið fárveik eftir að gat kom á sílikonpúða í brjósti hennar og sílikonið lak út. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Konan, sem ekki vill láta nafns síns getið, sagðist hafa farið að finna fyrir veikindum fyrir tveimur árum og þau hefðuversnað til muna á þessu ári. Konan sagðist hafa fundið hnút í hálsinum og verið viss um að hún væri komin með krabbamein. Heimilislæknirinn sendi hana í ómskoðun en eftir að konan fór í aðgerð fyrir hálfum mánuði og lét fjarlægja sílikonið hvarf lasleikinn.

Frönsk heilbrigðisyfirvöld mæltust til þess í vikunni, að 30.000 konur þar í landi létu fjarlægja brjóstapúða, eftir að upp komst að framleiðandinn Poly Implant Prothése (PIP) hefði notað iðnaðarsílikon, en ekki hreint, í sína púða.

Lyfjastofnun hvetur þær konur sem farið hafa í brjóstaaðgerð til þess að hafa samráð við lækni sinn og leita upplýsinga um það hvaða fyrirtæki framleiddi þá sílikonpúða sem notaðir voru í þeirra aðgerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert