Skortur á lúxuseinbýlishúsum

Þetta hús er við Skildinganes
Þetta hús er við Skildinganes Ljósmynd Fredrik Holm

„Markaðurinn fyrir vel staðsettar eignir á verðbilinu 100 til 200 milljónir króna er góður. Flestallar eignir í þessum verðflokki hjá okkur eru seldar. Ég hef ekki á hraðbergi hversu mörg húsin eru sem við höfum tekið til sölu í Þingholtunum, á Ægisíðu og í Vesturbænum en flest eru seld,“ segir Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri Eignamiðlunar, um eftirspurn eftir eignum í þessum verðflokki að undanförnu.

„Ef húsið er á góðum stað, er vel skipulagt og verðið rétt eru söluhorfur góðar. Við auglýsum eftir eignum og höfum til dæmis ekki fengið neina eign í Þingholtunum af þeirri gerð sem við höfum verið að leita að, þá á verðbilinu 100-150 milljónir. Það hefur ekkert komið inn af slíkum eignum til okkar síðustu mánuði.“

Merkir ekki verðrýrnun

En hvernig hefur verðið þróast?

„Það er afstætt við hvað á að miða. Verðlag er nokkuð stöðugt, myndi ég segja. Ég merki ekki verðrýrnun á síðustu tveim misserum enda er framboðið ekki það mikið. Verðið getur ekki lækkað meira þegar eftirspurn er meiri en framboð. Svo þarf að taka mið af lóðar- og byggingarkostnaði. Miðað við þá sölu sem er í gangi núna geri ég frekar ráð fyrir að það verði skortur á íbúðum eftir rúmt ár. Eftirspurnin á ýmsum eignum er oft miklu meiri en framboð.

Það mikla framboð af íbúðum sem var eftir efnahagshrunið, stundum kallað offramboð, er ekki lengur fyrir hendi. Í grónum hverfum er skortur á flestum stærðum og gerðum íbúða, þar með talið einbýlishúsum og sérhæðum“ segir Sverrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert