Nýfallinn jólasnjór í borginni

Logndrífa í höfuðborginni á Jólanótt.
Logndrífa í höfuðborginni á Jólanótt. Mbl.is/Una

Jólalegt er nú um að litast í höfuðborginni þar sem logndrífa fellur til jarðar. Jólanóttin var róleg að sögn lögreglu, en hins vegar er færð á götum og gangstígum borgarinnar ekki góð og snjóþekja á öllum leiðum. Lögregla biður fólk því að fara varlega, enda er mjög hált undir snjónum.

Ofsaveðrið sem fór yfir landið í gær er nú að mestu gengið niður og dúnmjúkur jólasnjór yfir mestöllu landinu. Veðurstofan spáir suðvestan 8-15 m/s í dag og víða dálítilli snjókomu eða éli, en úrkomulitlu NA-til. Frost er 0 til 10 stig, minnst syðst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert