Óttast ekki að mjúkhýsið fjúki

Hveragerði
Hveragerði mbl.is

„Það er mikilvægt að halda því til haga að önnur sambærileg í Noregi hafi staðið af sér óveðrið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, um hrun Abrahallen, æfingahallar fótboltaliðsins Rosenborg í Noregi. Abrahallen hrundi til grunna í gærkvöldi sökum mikils óveðurs, en húsið er svokallað mjúkhýsi af svipaðri gerð og Hamarshöllin sem Hveragerðisbær hyggst kaupa og reisa á næsta ári. Abrahallen hrundi einnig áður árið 2009 vegna fannfergis á þaki hússins.

Að sögn Aldísar var fyrra hrun Abrahallen algjörlega ótengt þeirri byggingu sem hrundi í gærnótt. „Í fyrra skiptið sem Abrahallen hrundi þá var um allt annað hús að ræða. Það var aðeins svona einfaldur dúkur á grind og þegar það hrynur þá ákveða þeir að kaupa loftborið íþróttahús af sömu tegund og við höfum ákveðið að kaupa hér,“ segir Aldís.

Aldís segir að fleiri svona mjúkhýsi sé að finna í Noregi en þau séu enn uppistandandi. Þannig bendir Aldís á að þó svo að Abrahallen hafi hrunið þá hafi annað minna mjúkhýsi, í um fimm mínútna akstursfjarlægð frá Abrahallen, staðið óveðrið af sér.

Aðspurð hvort Hvergerðingar hafi ekki áhyggjur af þessu máli, í ljósi kaupa á Hamarshöllinni, segir Aldís að stefnt sé að því að festa niður Hamarshöllina með vírum en slíkar festingar voru að hennar sögn ekki til staðar við Abrahallen.

Fótboltahöll hrundi til grunna

Aldís Hafsteinsdóttir , bæjarstjóri Hveragerðisbæjar .
Aldís Hafsteinsdóttir , bæjarstjóri Hveragerðisbæjar . mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert