„Fáum vonandi gögnin úr tölvunni“

Matarpokar undirbúnir hjá Fjölskylduhjálp Íslands.
Matarpokar undirbúnir hjá Fjölskylduhjálp Íslands. mbl.is/Ómar

Ekkert hefur enn komið í ljós sem gæti upplýst innbrotið í húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum í gær. Þar var stolið barnafötum, og tölvu með mikilvægum upplýsingum um starfsemina.

„Tölvan er í sjálfu sér einskis virði en gögnin í henni skipta okkur mjög miklu máli. Vonandi fáum við gögnin úr tölvunni afhent, því það verður mjög erfitt fyrir okkur að byrja starfið aftur á nýju ári án þeirra,“ sagði Anna Valdís Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Fjölskylduhjálpinni, við Fréttavef Morgunblaðsins í morgun.

Anna Valdís sagðist ekki enn búin að ná sér eftir það áfall sem innbrotið er. „Þetta er ömurlegt. Hér var allt á rúi og stúi. Ég veit ekki til þess að áður hafi verið brotist inn hjá hjálparsamtökum eins og þessum,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert