OECD með úrelt gögn um Ísland

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslendingar hafa ekki tilkynnt alþjóðlegum stofnunum, þar á meðal Efnahags- og framfararstofnuninni (OECD), um mikilvægar breytingar á umhverfi erlendrar fjárfestingar hér á landi. Þannig hefur það verið í fjölda ára, eða jafnvel allt frá gildistöku EES-samningsins árið 1994, og þess vegna hefur OECD ef til vill haft Ísland neðar á blaði þegar kemur að umhverfi fyrir erlenda fjárfestingu en tilefni hefur verið til.

Þetta var meðal þess sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, gerði ríkisstjórninni grein fyrir á fundi hennar í morgun.

„Það vaknaði grunur um það á árinu að það væri nú ekki allt sem sýndist, varðandi það hvað Ísland var að koma illa út í mati á umhverfi um erlenda fjárfestingu, sérstaklega hjá OECD,“ segir Árni Páll í samtali við mbl.is

„Það kom í ljós að grundvallarbreytingar sem gerðar voru á fjárfestingarumhverfinu á síðustu árum hafi ekki verið tilkynntar stofnuninni. Jafnvel alveg frá gildistöku EES-samningsins. Regluverkið hér hefur þar af leiðandi verið talið lokaðra en það raunverulega er," segir hann.

OECD með mjög gamlar upplýsingar

Sem dæmi um rangar upplýsingar hjá OECD nefnir hann að gengið sé út frá því að öll óbein fjárfesting erlendra aðila í sjávarútvegi væri óheimil. Sömuleiðis að öll erlend fjárfesting sem gæti hamlað samkeppni bæri bönnuð. Það á ekki við enda gilda bara almenn samkeppnislög um samkeppnismál núorðið.

Einnig taldi OECD að á Íslandi væri blátt bann við kaupum erlendra aðila á meira en fjórðungshlut í íslenskum bönkum og sömuleiðis að opinbert leyfi þyrfti fyrir allri erlendri fjárfestingu sem næmi meira en fjórðungi fjárfestingar í viðkomandi grein og allri beinni erlendri fjárfestingu yfir 250 milljónum króna. Svo er hins vegar ekki.

Vill skýra stefnu um erlenda fjárfestingu

„Þetta sýnir mikilvægi þess að marka skýra stefnu um erlenda fjárfestingu. Sýnir kannski líka hvers konar olnbogabarn erlend fjárfesting hefur lengi verið í íslensku stjórnkerfi. Menn hafa ekki einu sinni hirt um að tilkynna þessar kerfisbreytingar," segir Árni Páll.

Spurður hvort þetta hafi kannski setið á hakanum í góðærinu þar sem peningar flæddu hvort sem er inn í landið segir Árni að Viðskiptaráð hafi kvartað yfir því árið 2003 að Ísland væri neðst á blaði hjá OECD, yfir lista aðildarríkja með tilliti til umhverfisins fyrir erlenda fjárfestingu. Þá hafi samt ekkert verið gert í málinu.

„Nú mun stofnunin væntanlega fara yfir þetta og sjá hvað þetta breytir miklu. Auðvitað er ýmislegt sem við eigum eftir að gera í regluverkinu og margt sem við eigum eftir að gera til þess að við náum því markmiði að færast upp á listanum. En það er alveg óþarfi að vera neðarlega á honum að ósekju," segir Árni Páll.

Fyrir jól lagði hann fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um þessi mál. Þar er gert ráð fyrir stefnumörkun um erlenda fjárfestingu og tilgreint hvaða fjárfestingu stjórnvöld eigi beinlínis að sækjast eftir.

„Þannig að þessi umræða um einstök fjárfestingaráform, sem getur orðið mjög tilfinningaþrungin og tilviljanakennd, að það verði minna um hana og meira um að við nálgumst þetta með skipulegum hætti,“ segir Árni. Fjárfestar megi ekki hafa það á tilfinningunni að hér sé tekið með tilviljanakenndum hætti á erlendri fjárfestingu. Það sé eitur í þeirra beinum.

Frumvarp um gjaldeyrishöft á nýju ári

Eftir sem áður eru gjaldeyrishöftin stærsti hemillinn á erlenda fjárfestingu. Spurður út í þau mál segist Árni búast við frumvarpi fljótlega á nýju ári, þar sem tekið verði á óþarflega íþyngjandi ákvæðum í lögunum um höftin.

„Svo er seðlabankinn búinn að kynna þessa fjárfestingarleið. Við erum vongóð um að sú leið skili árangri og þegar hefur orðið vart við áhuga þar," segir Árni Páll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

17:17 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn þriðja árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

Lögðu hald á amfetamínbasa og MDMA

16:48 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Mennirnir eru allir pólskir ríkisborgarar. Þá voru þrír menn handteknir í Hollandi. Meira »

Fylkir fær gervigras og Reykjavíkurborg lóðir

16:46 Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið. Meira »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Telur Icelandair stóla á lagasetningu

13:10 „Þetta lyktar svolítið af því að þeir séu farnir að stóla á lagasetningu,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, um Icelandair. Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

13:14 Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair. Meira »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ. Hálsmen úr
silfri (22mm) 6.900- kr 14k gull 49.500-. Stór (30mm) silfur 12.500,- 14k gull ...
 
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...