Fréttaskýring: Ráðherraspilin stokkuð

Gert er ráð fyrir að Árni Páll Árnason, t.h, víki ...
Gert er ráð fyrir að Árni Páll Árnason, t.h, víki úr ríkisstjórninni.

Ráðherrum ríkisstjórnarinnar fækkar úr tíu í átta gangi eftir það sem víst þótti í gær, að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, yfirgefi ríkisstjórnina og aðrir komi ekki í þeirra stað.

Nokkurrar óánægju gætti með þessar breytingar innan Samfylkingarinnar, s.s. að veikja ráðuneyti efnahagsmála og einnig með að setja Árna Pál út úr ríkisstjórn. „Þessu verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust,“ sagði einn heimildarmaður Morgunblaðsins.

Mikið var fundað í gær og fram á kvöld en fáir voru tilbúnir að tjá sig undir nafni. „Ég tjái mig ekkert um þetta á þessu stigi mála,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum innan ríkisstjórnarflokkanna þykir líklegt að á þingflokksfundum stjórnarflokkanna síðdegis í dag verði lagðar fram tillögur um að þessir tveir ráðherrar víki úr embættum.

Stokka upp fyrir Samfylkingu?

Sömu heimildir herma að væntanlega verði einnig stefnt að stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis en ekki sé eining um það innan þingflokks Samfylkingarinnar hvort Árni Páll eða Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra taki við því embætti. Morgunblaðið hefur einnig heimildir úr herbúðum stjórnarflokkanna um að töluverðar líkur séu á auknum úrsögnum úr Vinstri grænum verði Jón Bjarnason látinn víkja úr embætti, enda beri margir flokksmenn mikið traust til hans vegna afstöðu hans til aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir blasa við að verið sé að stokka upp í röðum Vinstri grænna að kröfu Samfylkingarinnar. Með ólíkindum sé hvernig formaður og forysta VG láti undan kröfum samstarfsflokksins. „Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með því hvernig Samfylkingin hefur hamast á Jóni Bjarnasyni vegna skoðana hans í Evrópusambandsmálum án þess að formaður flokksins svo lítið sem lyfti litla fingri honum til varnar,“ segir Ásmundur Einar, sem áður sat á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. „Margir hljóta einnig að spyrja sig hvort þjóðin myndi ekki fremur vilja losna við Jóhönnu og Steingrím en þá ráðherra sem rætt er um að setja út nú.“

Fyrstu tvo dagana eftir að jólahátíðinni lauk áttu oddvitar ríkisstjórnarflokkanna í viðræðum við þingmenn Hreyfingarinnar þar sem farið var yfir mögulega aðild flokksins að ríkisstjórninni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir viðræðurnar vera á frumstigi og þær geti vart talist formlegar. „Það var farið yfir sjónarmið og hversu langt menn væru tilbúnir að ganga. Ég held að það gefi augaleið að þau væru ekki að tala við okkur nema af því að þau eru að reyna að halda meirihluta. Það er uppi mikil óvissa í stjórnarliðinu vegna fyrirhugaðra breytinga á ráðherraliðinu.“

Gera ekki kröfu til embætta

Þór segir skuldamál heimilanna þránd í götu mögulegs samstarfs.

„Það strandaði á því máli eins og svo mörgum öðrum. Okkur fannst VG og Samfylkingin ekki vera tilbúin að ganga nógu langt í þessum málum,“ segir Þór.

Margrét Tryggvadóttir, flokkssystir Þórs, segir að Hreyfingin eigi að hluta til mikla samleið með stjórnarflokkunum, til dæmis í stjórnarskrármálinu. Hún vísar því á bug að Hreyfingin geri það að kröfu að Jón Bjarnason víki úr stjórninni. „Við höfum ekki gert neina kröfu um að fá sjálf embætti né að ráðherrar víki. Við höfum hins vegar komið því á framfæri að við erum ekki ánægð með stjórn þingsins en höfum ekki minnst á Jón í viðræðunum.“

Flokksstjórn og flokksráð

Flokksstjórn Samfylkingarinnar hefur verið boðuð á fund í kvöld og er aðeins eitt mál á dagskrá; áform um breytingar á ríkisstjórn. Flokksráðsfundur VG hefur einnig verið boðaður klukkan 19 í kvöld og er sama mál þar á dagskrá, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

„Nú eins og í september 2010 þegar breytingar voru gerðar á ríkisstjórn er boðað til flokksstjórnarfundar,“ segir í auglýsingu á vefsíðu Samfylkingarinnar. Félagar í Samfylkingunni hafa seturétt á flokksstjórnarfundum.

Í flokksráð VG eru kjörnir fjörutíu fulltrúar á landsfundi, en auk þeirra eiga sæti í ráðinu allir kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar, alþingismenn, formaður Ungra vinstri-grænna, formenn svæðisfélaga og formenn kjördæmisráða.

Innlent »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

Í gær, 21:02 Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafnvægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf. Meira »

Heppinn miðaeigandi fékk 70 milljónir

Í gær, 20:54 Úlfar Gauti Haraldsson, rekstarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá vinninghafann til að trúa fréttunum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upphæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður.“ Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

Í gær, 20:17 Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Starfsfólki sagt upp á hverju ári

Í gær, 20:33 Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Meira »

Verðum 5 árum á undan Norðurlöndunum

Í gær, 20:17 Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum. Meira »

Fossadagatalið rýkur út

Í gær, 19:38 Fossadagatalið 2018 og Fossabæklingur með ljósmyndum af Gullfossum Stranda hefur rokið út í dag, á fyrsta söludegi. Dagatalið er nú uppselt hjá útgefanda en búið er að panta annað upplag, 1.000 eintök. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augnlæknir tóku myndirnar. Meira »

Sagði ráðherra með dómara í vinnu

Í gær, 19:01 Lögmaður Jóhannesar Rúnars Jónssonar í áfrýjunarmáli hans og Ástráðs Haraldssonar vegna skipunar Landsréttardómara sagði það með ólíkindum að ráðherra hafi svigrúm til að ráða því hverjir verði dómarar og hverjir ekki eftir því hvort verið sé að skipa til Landsréttar, Hæstaréttar eða héraðsdóms. Meira »

Greindi frá áformum um kolefnishlutleysi

Í gær, 18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá áformum nýrrar ríkisstjórnar í umhverfis- og lofslagsmálum og nefndi sérstaklega markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, í ávarpi sínu á leiðtogafundi í París í dag. Meira »

Árásarmaðurinn samstarfsfús við lögreglu

Í gær, 17:47 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á hinum albanska Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli, hefur verið samstarfsfús við lögreglu. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir venju að fara fram á geðrannsókn vegna mála sem þessa. Meira »

Réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður

Í gær, 17:26 Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist ekki hafa almennt rekstrarleyfi til aksturs með farþega og að auki hafði hann ekki aukin ökuréttindi til slíks. Var hann að aka með farþega sína í Bláa lónið. Meira »

Hlaut starfsmerki fyrir óeigingjarnt starf

Í gær, 17:14 Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti Rán starfsmerkið. Meira »

Vilji til að efla náin tengsl ríkjanna

Í gær, 17:40 Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, í Buenos Aires í Argentínu, þar sem nú stendur yfir ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Ræddu þeir meðal annars fríverslun á heimsvísu. Meira »

Sameining leik- og grunnskóla í kortunum

Í gær, 17:26 „Þetta er rökrétt næsta skref í skólamálum,“ segir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um fyrirhugaða sameiningu leikskólans og grunnskólans á Flateyri. Í grunnskólanum eru um 20 börn og í leikskólanum Grænagarði eru um fimm börn. Meira »

Stolnir munir kirkjugesta fundnir

Í gær, 17:13 Ýmsir munir; peningar, greiðslukort og lyklar og fleira sem stolið var úr yfirhöfnum tónleikagesta í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, hafa nú nær allir fundist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
VW TOUAREG
VW TOUAREG ÁRG. 2004, GYLLTUR, TVEIR EIGENDUR, LJÓST LEÐUR, V8 SJÁLFSK., EK. 142...
Toyota Corolla útsala
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
 
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...