Fréttaskýring: Ráðherraspilin stokkuð

Gert er ráð fyrir að Árni Páll Árnason, t.h, víki ...
Gert er ráð fyrir að Árni Páll Árnason, t.h, víki úr ríkisstjórninni.

Ráðherrum ríkisstjórnarinnar fækkar úr tíu í átta gangi eftir það sem víst þótti í gær, að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, yfirgefi ríkisstjórnina og aðrir komi ekki í þeirra stað.

Nokkurrar óánægju gætti með þessar breytingar innan Samfylkingarinnar, s.s. að veikja ráðuneyti efnahagsmála og einnig með að setja Árna Pál út úr ríkisstjórn. „Þessu verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust,“ sagði einn heimildarmaður Morgunblaðsins.

Mikið var fundað í gær og fram á kvöld en fáir voru tilbúnir að tjá sig undir nafni. „Ég tjái mig ekkert um þetta á þessu stigi mála,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum innan ríkisstjórnarflokkanna þykir líklegt að á þingflokksfundum stjórnarflokkanna síðdegis í dag verði lagðar fram tillögur um að þessir tveir ráðherrar víki úr embættum.

Stokka upp fyrir Samfylkingu?

Sömu heimildir herma að væntanlega verði einnig stefnt að stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis en ekki sé eining um það innan þingflokks Samfylkingarinnar hvort Árni Páll eða Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra taki við því embætti. Morgunblaðið hefur einnig heimildir úr herbúðum stjórnarflokkanna um að töluverðar líkur séu á auknum úrsögnum úr Vinstri grænum verði Jón Bjarnason látinn víkja úr embætti, enda beri margir flokksmenn mikið traust til hans vegna afstöðu hans til aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir blasa við að verið sé að stokka upp í röðum Vinstri grænna að kröfu Samfylkingarinnar. Með ólíkindum sé hvernig formaður og forysta VG láti undan kröfum samstarfsflokksins. „Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með því hvernig Samfylkingin hefur hamast á Jóni Bjarnasyni vegna skoðana hans í Evrópusambandsmálum án þess að formaður flokksins svo lítið sem lyfti litla fingri honum til varnar,“ segir Ásmundur Einar, sem áður sat á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. „Margir hljóta einnig að spyrja sig hvort þjóðin myndi ekki fremur vilja losna við Jóhönnu og Steingrím en þá ráðherra sem rætt er um að setja út nú.“

Fyrstu tvo dagana eftir að jólahátíðinni lauk áttu oddvitar ríkisstjórnarflokkanna í viðræðum við þingmenn Hreyfingarinnar þar sem farið var yfir mögulega aðild flokksins að ríkisstjórninni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir viðræðurnar vera á frumstigi og þær geti vart talist formlegar. „Það var farið yfir sjónarmið og hversu langt menn væru tilbúnir að ganga. Ég held að það gefi augaleið að þau væru ekki að tala við okkur nema af því að þau eru að reyna að halda meirihluta. Það er uppi mikil óvissa í stjórnarliðinu vegna fyrirhugaðra breytinga á ráðherraliðinu.“

Gera ekki kröfu til embætta

Þór segir skuldamál heimilanna þránd í götu mögulegs samstarfs.

„Það strandaði á því máli eins og svo mörgum öðrum. Okkur fannst VG og Samfylkingin ekki vera tilbúin að ganga nógu langt í þessum málum,“ segir Þór.

Margrét Tryggvadóttir, flokkssystir Þórs, segir að Hreyfingin eigi að hluta til mikla samleið með stjórnarflokkunum, til dæmis í stjórnarskrármálinu. Hún vísar því á bug að Hreyfingin geri það að kröfu að Jón Bjarnason víki úr stjórninni. „Við höfum ekki gert neina kröfu um að fá sjálf embætti né að ráðherrar víki. Við höfum hins vegar komið því á framfæri að við erum ekki ánægð með stjórn þingsins en höfum ekki minnst á Jón í viðræðunum.“

Flokksstjórn og flokksráð

Flokksstjórn Samfylkingarinnar hefur verið boðuð á fund í kvöld og er aðeins eitt mál á dagskrá; áform um breytingar á ríkisstjórn. Flokksráðsfundur VG hefur einnig verið boðaður klukkan 19 í kvöld og er sama mál þar á dagskrá, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

„Nú eins og í september 2010 þegar breytingar voru gerðar á ríkisstjórn er boðað til flokksstjórnarfundar,“ segir í auglýsingu á vefsíðu Samfylkingarinnar. Félagar í Samfylkingunni hafa seturétt á flokksstjórnarfundum.

Í flokksráð VG eru kjörnir fjörutíu fulltrúar á landsfundi, en auk þeirra eiga sæti í ráðinu allir kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar, alþingismenn, formaður Ungra vinstri-grænna, formenn svæðisfélaga og formenn kjördæmisráða.

Innlent »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »
Húsnæði óskast til leigu
Hjón á sextugsaldri óska eftir góðu húsnæði með a.m.k. þremur svefnherbergjum. L...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Hreinsa þakrennur/ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
 
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...