Veikir stjórnarmeirihlutann

Jón Bjarnason, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta veikir bakland ríkisstjórnarinnar í þinginu, það er ekki nokkur vafi,“ sagði Jón Bjarnason, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við mbl.is í kvöld að loknum þingflokksfundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þar sem ræddar voru breytingar á ríkisstjórninni sem meðal annars fela í sér að hann hverfi úr stjórninni.

Aðspurður hvort hann styddi ríkisstjórnina áfram eftir þessa breytingu sagði Jón: „Ég er að sjálfsögðu í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði en tel hins vegar ennþá brýnna en nokkru sinni að treysta það að flokkurinn fari eftir hugsjónum og stefnu sinni sem þingmennirnir voru kosnir til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert