Íslandi eru allir vegir færir

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að Íslandi séu allir vegir færir.„ Metum hvar tækifærin liggja og hvernig við getum nýtt þau, sjálfum okkur og öðrum til hagsbóta. Mótun framtíðarinnar er í höndum okkar allra." Þetta kom fram í ávarpi forsætisráðherra í Sjónvarpinu í kvöld.

Að sögn forsætisráðherra munum við á næstu misserum móta okkur nýja auðlindastefnu, setja á fót auðlindasjóð og innleiða hér stefnu hins græna hagkerfis með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun.  Þannig geti Ísland skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi sem grænt hagkerfi.

Staða Íslands kortlögð heildstætt

„Það mun skipta sköpum fyrir framþróun lífs á jörðinni hvernig okkur tekst á næstu tíu árum að stemma stigu við þessum loftslagsbreytingum. Mikilvægt er að við Íslendingar tökum þessi mál föstum tökum, en að óbreyttu er talið að jöklar hér á landi gætu horfið að mestu á næstu tveimur öldum. 

M.a. í ljósi alls þessa er afar mikilvægt að við metum á næstu misserum stöðu Íslands með tilliti til alþjóðlegrar þróunar næstu áratugi. Ég hef því ákveðið að fela hópi vísindamanna og sérfræðinga að kortleggja heildstætt, stöðu Íslands og sóknarfæri í víðu samhengi, svo sem á sviði umhverfismála, orkumála, efnahags- og atvinnumála, menntamála og á fleiri sviðum sem geta haft áhrif á stöðu og vöxt landsins til lengri tíma litið.

Ég mun tryggja  að slík vinna hefjist  nú í upphafi nýs árs þannig að við Íslendingar getum farið skipulega yfir tækifæri og ógnanir í alþjóðlegu samhengi og sett okkur markmið til þess að mæta þeim.

Víðtækt og vandað mat á stöðu Íslands mun hjálpa okkur að svara stórum spurningum um framtíð okkar og móta áherslur í því samfélagi sem við viljum sjá þróast hér á landi á þessari öld," sagði Jóhanna í áramótaávarpi sínu í Sjónvarpinu í kvöld.

Atburðir í Noregi snertu alla Íslendinga

Hún minntist í ávarpinu sínu á þá alþjóðlegu atburði sem hafa vakið Íslendinga til umhugsunar og minnt þá á að þeir eru hluti af samfélagi þjóða.

„Hörmulegir atburðir í Útey og í Ósló, hjá frændum okkar og vinum Norðmönnum, snertu hjörtu okkar allra.

Í meiri fjarlægð höfum við fylgst með hinu svonefnda arabíska vori og þeirri áhrifamiklu lýðræðisvakningu sem hefur átt sér stað í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum.

 Þá hafa ýmsar þjóðir svo sem Japanir glímt við afleiðingar náttúruhamfara eins og við Íslendingar höfum einnig ítrekað gert af dugnaði og  æðruleysi undanfarin misseri.

Allir þessi atburðir hafa haft áhrif um heim allan," sagði Jóhanna.

Full ástæða til að gleðjast

Jóhanna fjallaði um efnahagsmálin í ávarpi sínu en það er von hennar og trú nú þegar mesta efnahagsháskanum hefur verið bægt frá, finni fólk í auknum mæli fyrir batnandi hag fjölskyldna og fyrirtækja.

„Kröftugur hagvöxtur hefur leyst samdrátt af hólmi og allar forsendur eru fyrir áframhaldandi lífskjarasókn hér á landi.

Framtíð Íslands er björt ef vel verður á málum haldið.

Þegar við horfum til baka yfir árið 2011 er full ástæða til þess að gleðjast yfir árangri okkar og stöðu.

Við getum glaðst yfir þeirri staðreynd  að hagur Íslendinga batnar nú hraðar en flestra annarra þjóða, kaupmáttur vex, dregið hefur úr atvinnuleysi og lífskjör þjóðarinnar munu áfram fara batnandi.

Við getum glaðst yfir því að félagslegt réttlæti og  jafnrétti kynjanna mælist nú hvað mest á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og að efnahagslegur jöfnuður eykst hér hröðum skrefum.

Við getum glaðst yfir afrekum okkar glæsilega íþróttafólks, sem sýnir hvað eftir annað að við Íslendingar getum skipað okkur í fremstu röð meðal þjóða.  Þetta íþrótta- og afreksfólk er góð fyrirmynd  börnum okkar og unglingum, sem sjá að ástundun og iðni leggur grunn að góðum árangri.

Við getum glaðst yfir grósku í íslensku menningarlífi sem aldrei fyrr; á sviði tónlistar, bókmennta, kvikmyndagerðar, myndlistar og hönnunar.

Við getum glaðst yfir því, að fyrirtæki sem byggja á íslensku hugviti skipi sér í fremstu röð á sínu sviði í alþjóðlegum samanburði.  Starfsemi sem byggir á hugviti og menntun þjóðarinnar er afar mikilvæg í þeirri vistvænu atvinnuuppbyggingu sem við eigum að stefna að.

Við getum glaðst yfir þeim góða árangri sem íslensk ferðaþjónusta hefur náð á árinu og því að Ísland hefur ítrekað verið valið spennandi ferðamannastaður af  virtum alþjóðlegum  aðilum.

Ferðaþjónustan og aðrar vaxandi greinar mynda ásamt hefðbundnum grunnatvinnuvegum þá fjölbreyttu flóru atvinnulífs sem nauðsynleg er samfélögum sem vilja vaxa og dafna. Og útflutningsgreinarnar, sjávarútvegur og áliðnaður, hafa ekki síður lagt til þess góða hagvaxtar sem hér hefur verið á liðnu ári," segir Jóhanna.

mbl.is

Innlent »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að það ætli að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila þá tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur, segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernir. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss hvað þú eigir að kjósa, en veist að þú vilt þú sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar. Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla ók utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...