Íslandi eru allir vegir færir

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að Íslandi séu allir vegir færir.„ Metum hvar tækifærin liggja og hvernig við getum nýtt þau, sjálfum okkur og öðrum til hagsbóta. Mótun framtíðarinnar er í höndum okkar allra." Þetta kom fram í ávarpi forsætisráðherra í Sjónvarpinu í kvöld.

Að sögn forsætisráðherra munum við á næstu misserum móta okkur nýja auðlindastefnu, setja á fót auðlindasjóð og innleiða hér stefnu hins græna hagkerfis með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun.  Þannig geti Ísland skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi sem grænt hagkerfi.

Staða Íslands kortlögð heildstætt

„Það mun skipta sköpum fyrir framþróun lífs á jörðinni hvernig okkur tekst á næstu tíu árum að stemma stigu við þessum loftslagsbreytingum. Mikilvægt er að við Íslendingar tökum þessi mál föstum tökum, en að óbreyttu er talið að jöklar hér á landi gætu horfið að mestu á næstu tveimur öldum. 

M.a. í ljósi alls þessa er afar mikilvægt að við metum á næstu misserum stöðu Íslands með tilliti til alþjóðlegrar þróunar næstu áratugi. Ég hef því ákveðið að fela hópi vísindamanna og sérfræðinga að kortleggja heildstætt, stöðu Íslands og sóknarfæri í víðu samhengi, svo sem á sviði umhverfismála, orkumála, efnahags- og atvinnumála, menntamála og á fleiri sviðum sem geta haft áhrif á stöðu og vöxt landsins til lengri tíma litið.

Ég mun tryggja  að slík vinna hefjist  nú í upphafi nýs árs þannig að við Íslendingar getum farið skipulega yfir tækifæri og ógnanir í alþjóðlegu samhengi og sett okkur markmið til þess að mæta þeim.

Víðtækt og vandað mat á stöðu Íslands mun hjálpa okkur að svara stórum spurningum um framtíð okkar og móta áherslur í því samfélagi sem við viljum sjá þróast hér á landi á þessari öld," sagði Jóhanna í áramótaávarpi sínu í Sjónvarpinu í kvöld.

Atburðir í Noregi snertu alla Íslendinga

Hún minntist í ávarpinu sínu á þá alþjóðlegu atburði sem hafa vakið Íslendinga til umhugsunar og minnt þá á að þeir eru hluti af samfélagi þjóða.

„Hörmulegir atburðir í Útey og í Ósló, hjá frændum okkar og vinum Norðmönnum, snertu hjörtu okkar allra.

Í meiri fjarlægð höfum við fylgst með hinu svonefnda arabíska vori og þeirri áhrifamiklu lýðræðisvakningu sem hefur átt sér stað í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum.

 Þá hafa ýmsar þjóðir svo sem Japanir glímt við afleiðingar náttúruhamfara eins og við Íslendingar höfum einnig ítrekað gert af dugnaði og  æðruleysi undanfarin misseri.

Allir þessi atburðir hafa haft áhrif um heim allan," sagði Jóhanna.

Full ástæða til að gleðjast

Jóhanna fjallaði um efnahagsmálin í ávarpi sínu en það er von hennar og trú nú þegar mesta efnahagsháskanum hefur verið bægt frá, finni fólk í auknum mæli fyrir batnandi hag fjölskyldna og fyrirtækja.

„Kröftugur hagvöxtur hefur leyst samdrátt af hólmi og allar forsendur eru fyrir áframhaldandi lífskjarasókn hér á landi.

Framtíð Íslands er björt ef vel verður á málum haldið.

Þegar við horfum til baka yfir árið 2011 er full ástæða til þess að gleðjast yfir árangri okkar og stöðu.

Við getum glaðst yfir þeirri staðreynd  að hagur Íslendinga batnar nú hraðar en flestra annarra þjóða, kaupmáttur vex, dregið hefur úr atvinnuleysi og lífskjör þjóðarinnar munu áfram fara batnandi.

Við getum glaðst yfir því að félagslegt réttlæti og  jafnrétti kynjanna mælist nú hvað mest á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og að efnahagslegur jöfnuður eykst hér hröðum skrefum.

Við getum glaðst yfir afrekum okkar glæsilega íþróttafólks, sem sýnir hvað eftir annað að við Íslendingar getum skipað okkur í fremstu röð meðal þjóða.  Þetta íþrótta- og afreksfólk er góð fyrirmynd  börnum okkar og unglingum, sem sjá að ástundun og iðni leggur grunn að góðum árangri.

Við getum glaðst yfir grósku í íslensku menningarlífi sem aldrei fyrr; á sviði tónlistar, bókmennta, kvikmyndagerðar, myndlistar og hönnunar.

Við getum glaðst yfir því, að fyrirtæki sem byggja á íslensku hugviti skipi sér í fremstu röð á sínu sviði í alþjóðlegum samanburði.  Starfsemi sem byggir á hugviti og menntun þjóðarinnar er afar mikilvæg í þeirri vistvænu atvinnuuppbyggingu sem við eigum að stefna að.

Við getum glaðst yfir þeim góða árangri sem íslensk ferðaþjónusta hefur náð á árinu og því að Ísland hefur ítrekað verið valið spennandi ferðamannastaður af  virtum alþjóðlegum  aðilum.

Ferðaþjónustan og aðrar vaxandi greinar mynda ásamt hefðbundnum grunnatvinnuvegum þá fjölbreyttu flóru atvinnulífs sem nauðsynleg er samfélögum sem vilja vaxa og dafna. Og útflutningsgreinarnar, sjávarútvegur og áliðnaður, hafa ekki síður lagt til þess góða hagvaxtar sem hér hefur verið á liðnu ári," segir Jóhanna.

mbl.is

Innlent »

Átta fjölskyldur fengu styrk

21:40 „Það er alveg meiriháttar að sjá hvað þessu hefur verið vel tekið,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, sem stofnaði góðgerðarfélagið Bumbuloní fyrir tveimur árum, með það að markmiði að styrkja fjölskyldur langveikra barna. Meira »

Reyndi að nauðga læknanema

21:22 354 konur í læknastétt skora á starfsmenn og stjórnendur að uppræta kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Gerendurnir eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, samkvæmt reynslusögum sem konurnar hafa deilt í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Meira »

Fjarstæðukenndir framburðir í farsamáli

20:34 Ákæruvaldið fer fram á 12 til 18 mánaða fangelsisvist í máli fjögurra einstaklinga sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti, en aðalmeðferð í málinu lauk í héraðsdómi í dag. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, en krafist vægari refsingar yfir konunni, þrátt fyrir að hennar þáttur sé talinn mikill. Meira »

45 daga fangelsi fyrir um 3 kíló af kannabis

19:48 Karlmaður á fertugsaldri var fyrir helgi dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í september gerði lögregla upptæk hjá manninum 1,7 kíló af maríjúana, 1,5 kíló af kannabislaufum og sex kannabisplöntur. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

19:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

„Var mikil froststilla, sem betur fer“

19:29 „Þarna voru náttúrulega varahlutir fyrir skipin og aðstaða til að taka inn dælur og mótora sem fara þarf yfir og endurnýja. Þetta var því okkar verkstæði og lager,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar. Meira »

Hrútar eru fagur fénaður

18:30 Jón Gunnarsson, bóndi í Árholti á Tjörnesi, á marga hrúta og hefur stundað ræktunarstarf um langt árabil. Það var því mikill handagangur í öskjunni þegar hann og systursonur hans, Gunnar Sigurður Jósteinsson, tóku til við að rýja stóru hrútana eins og þeir eru stundum kallaðir í daglegu tali. Meira »

Kleip mig í bæði brjóstin

18:52 Tæplega 600 íslenskar flug­freyjur hafa skrifað undir áskorun þar sem þær hafna kyn­ferð­is­legri áreitni og mis­munun og skora á karl­kyns sam­verka­menn sína að taka ábyrgð. Með áskorun sinni deila flugfreyjurnar 28 nafnlausum sögum af áreitni og mismunun sem þær hafa sætt í starfi. Meira »

Leyfi til sérnáms í bæklunarlækningum

18:16 Landspítalinn hefur hlotið viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda til að annast sérnám í bæklunarlækningum. Þetta kemur fram á heimasíðu spítalans, en áður hefur spítalinn hlotið viðurkenningu vegna sérnáms í lyflækningum og geðlækningum. Meira »

Velferð alls samfélagsins í húfi

18:03 Velferð barna er eitthvað sem við getum öll verið sammála um og er eitthvað sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ætlar að leggja mjög mikla áherslu á í embætti ráðherra. Miklar breytingar hafi orðið á íslensku samfélagi og velferðarkerfið þurfi að laða sig að breyttum aðstæðum. Meira »

Eftirskjálftar mælast í Skjaldbreið

17:45 Sex jarðskjálftar hafa mælst í fjallinu Skjaldbreið við Langjökul í dag og var sá stærsti 1,8 stig. Hann mældist snemma í morgun. Hugsanlega eru þetta eftirskjálftar eftir skjálftana sem urðu þar um helgina. Fjallið er vel vaktað af Veðurstofunni. Meira »

Halldóra formaður velferðarnefndar

17:40 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, verður formaður velferðarnefndar Alþingis fyrri helming kjörtímabilsins. Seinni helminginn stýrir þingmaður Samfylkingar nefndinni en Píratar taka þá við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Meira »

Flugvirkjar funda aftur á morgun

16:52 Tólfta fundi Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelanda­ir er lokið.   Meira »

Eldur kom upp í timburhúsi á Grettisgötu

16:16 Eldur kom upp í þaki húss við Grettisgötu nú síðdegis. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og greiðlega gekk að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum þaðan. Meira »

Kvartanir yfir Braga ekki „meintar“

15:30 Velferðarráðuneyti segir það ekki rétt að Barnaverndarstofu hafi gengið erfiðlega að fá gögn um tiltekin mál líkt og Barnaverndarstofa haldi fram. Einnig áréttar ráðuneytið að kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu séu ekki „meintar“ því þær liggja fyrir. Meira »

Æsileg eftirleit á aðventu

16:41 Allt frá tímum Fjalla Bensa, sem segir af í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, hefur tíðkast að fara til eftirleita á aðventunni og leita eftirlegukinda. Nú á dögum velja menn sér samt auðveldari ferðamáta en tvo jafnfljóta, enda hefur tækninni fleygt fram þó kindurnar séu ekkert sáttari við að láta fanga sig. Meira »

„Það lendir alltaf einhver í honum“

15:56 Konur í fjölmiðlum stigu í dag fram undir merkjum #fimmtavaldsins og sögðu meðal annars sögur sínar í tengslum við störf innan greinarinnar. Má þar lesa fjölmargar sögur um áreitni, óviðeigandi kynferðislegt tal, mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem konurnar hafa orðið fyrir. Meira »

Jarðvarmavirkjun með aðkomu Íslendinga

15:22 Jarðvarmavirkjunin Pico Alto var formlega gangsett við hátíðlega athöfn á eyjunni Terceira, sem er hluti Azoreyjaklasans og tilheyrir Portúgal, 20. nóvember, en íslenskir aðilar komu að verkefninu. Orkustofnun var þannig ráðgjafi fyrir Uppbyggingasjóð EES, sem kom að fjármögnun verkefnisins, við mótun og framkvæmd orkuáætlunarinnar frá upphafi. Veitti sjóðurinn 3,7 milljónir evra til þess. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 við byrjum daginn á opnu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....