„Mér finnst þetta rangt“

Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir á þingflokksfundi VG í …
Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir á þingflokksfundi VG í gærkvöldi. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Mér finnst þetta rangt, mér finnst þetta ekki rétt. Mér finnst þetta vera mistök vegna þess að nú er farin úr ríkisstjórn langsterkasta röddin gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is aðspurð um brotthvarf Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn.

Hún segir ljóst að brotthvarf Jóns tengist Evrópumálunum og andstöðu hans við inngöngu í ESB: „Það liggur fyrir, það hefur ítrekað komið fram. Þetta er ekkert nýtt mál, það er búið að reyna þetta lengi og það hefur marga dreymt um þessa niðurstöðu mjög lengi og ég býst við að fólk víða, meðal annars í Brussel, gleðjist.

Ég held að þetta veiki málaefnastöðu stjórnvalda fyrir hönd samfélagsins í þessu þunga og umdeilda aðildarferli. Það er klárlega þannig að mjög margir andstæðingar aðildar að Evrópusambandinu muni líta svo á að þarna sé enn og aftur verið að vega að þeirra málstað og veikja í rauninni hagsmunagæslu Íslands í þessum efnum,“ segir Guðfríður Lilja ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert