Ný ríkisstjórn á fundi

Ný ríkisstjórn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum ásamt forseta Íslands, Ólafi …
Ný ríkisstjórn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum ásamt forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyniþ mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar stendur nú yfir á Bessastöðum og er þetta annar ríkisráðsfundurinn í dag. Oddný G. Harðardóttir kemur ný inn í ríkisstjórnina um áramótin og tekur við embætti fjármálaráðherra.

Þeir Árni Páll Árnason og Jón Bjarnason eru hins vegar að hætta sem ráðherrar og tekur Steingrímur J. Sigfússon við embættum efnahags- og viðskiptaráðherra og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra en Oddný tekur við starfi Steingríms í fjármálaráðuneytinu.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist sannfærð um að breytingarnar hafi jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, tók í svipaðan streng er þau komu út af fyrri ríkisráðsfundinum í morgun.

Í nýrri ríkisstjórn sitja fimm konur og fjórir karlar en eftir nokkrar vikur fer Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra í barnsburðarleyfi og tekur Steingrímur við starfi iðnaðarráðherra.

Ný ríkisstjórn er skipuð með eftirfarandi hætti: Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.

Árni Páll Árnason yfirgefur ríkisráðsfundinn á Bessastöðum í dag
Árni Páll Árnason yfirgefur ríkisráðsfundinn á Bessastöðum í dag mbl.is/Ómar Óskarsson
Jón Bjarnason hættir í dag sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra
Jón Bjarnason hættir í dag sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson
Oddný G. Harðardóttir mætir á ríkisráðsfund á Bessastöðum í morgun
Oddný G. Harðardóttir mætir á ríkisráðsfund á Bessastöðum í morgun mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert