N1 hækkar eldsneyti

N1 hefur hækkað verð á bæði bensíni og dísilolíu. Önnur olíufélög hafa ekki breytt verði.

Verðið á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu hefur hækkað um 4,50 krónur hjá N1, úr 227,90 krónum í 232,40 krónur. Verð á dísilolíu hefur hækkað um 3,40 krónur, úr 242,50 krónum í 245,90 krónur. 

Hækkun varð á vöru- og kolefnisgjaldi á bensín og dísilolíu frá áramótum um  3,50 kr. á lítra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert