Jón íhugar forsetaframboð

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur.
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera að skoða það hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta í ár. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Virkir morgnar á Rás 2 í morgun, þar sem Jón var gestur.

„Ég er nú bara svona að skoða þetta. Þetta er gríðarlega spennandi; og ég hef alltaf séð lífið sem leikvöll til þess að prófa hluti,“ sagði Jón þegar hann var spurður hvort hann hefði áhuga á forsetaembættinu.

„Það var nú hringt í mig í gær, frá fjölmiðlaheimum. Þá frétti ég fyrst af því að fólk hefði einhvern áhuga á að ég yrði forsetinn þeirra. Þetta hafði ekki hvarflað að mér. Ég hafði ekkert velt því fyrir mér. Nú þarf ég að skoða þetta,“ sagði Jón og bætti við: „Maður sér til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert