75 milljón tonn af heitu vatni

Heita vatnið hefur streymt um ofna borgarbúa, sem og annarra …
Heita vatnið hefur streymt um ofna borgarbúa, sem og annarra landsmanna í kuldatíðinni. mbl.is/G.Rúnar

Orkuveita Reykjavíkur segir að heitavatnsnotkun árið 2011 hafi numið 74,7 milljónum tonna sem svari til um 2.400 lítra á sekúndu árið um kring. OR segir að þetta sé um milljón tonnum meira en árið 2010 og skýrist það að mestu eða öllu leyti af því að hitastigið hafi verið lægra.

Fram kemur í tilkynningu frá OR að jafngildishiti ársins 2010 hafi verið 0,5 gráðum hærri en 2011.

Heitavatnsnotkunin á höfuðborgarsvæðinu í desember 2011 var um einni milljón tonna meiri en í desember 2010 enda jafngildishitinn um 2 gráðum lægri.  Í nóvember 2011 var notkunin hinsvegar 1,3 milljón tonna minni en í sama mánuði 2011. OR segir að segja má að kuldinn í desember hafi ekki náð að vega upp hitann í nóvember.

Nánar á vef OR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert