Skjálfti upp á 3,6 fannst víða

Hverir suður af Kleifarvatni. Sveifluháls liggur til norðausturs.
Hverir suður af Kleifarvatni. Sveifluháls liggur til norðausturs. mbl.is/Rax

Jarðskjálfti upp á 3,6 stig varð í grennd við Krýsuvík klukkan 12 mínútur yfir níu í kvöld. Skjálftinn fannst á Suðurnesjum og víða á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Mæling á styrknum hefur ekki verið staðfest. Talið er að skjálftinn hafi orðið á Sveifluhálsi. Íbúar á Vatnsleysuströnd, Hafnarfirði og við Laugaveg í Reykjavík eru meðal þeirra sem hafa hringt í Veðurstofuna og sagst hafa fundið fyrir sjálftanum. Einnig fannst skjálftinn á Seltjarnarnesi og hann fannst raunar einnig á Veðurstofunni.

Krýsuvík og nágrenni er þekkt jarðskjálftasvæði.

Nokkrir smærri eftirskjálftar, á bilinu 0,9-1,3 stig, hafa fylgt í kjölfarið.

Nokkrir smærri eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Mynd tekin af …
Nokkrir smærri eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Mynd tekin af vef Veðurstofunnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert