Brakið seldist best

Yrsa Sigurðardóttir.
Yrsa Sigurðardóttir.

Skáldsagan Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur var sú bók sem seldist best á síðasta ári, samkvæmt lista sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur tekið saman fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda.

Brakið seldist einnig best síðustu viku ársins, samkvæmt samantekt rannsóknarsetursins. Skáldsagan Einvígið eftir Arnald Indriðason var í 2. sæti á báðum listum en Matreiðslubók Latabæjar var í 3. sæti á síðasta vikulistanum og sænska skáldsagan Gamlinginn sem skreið út um gluggann eftir Jonas Jonasson var í 3. sæti á árslistanum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert