Fíkniefnaleit í skóla án lagastoðar

Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda leituðu í Iðnskólanum.
Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda leituðu í Iðnskólanum. mbl.is/Billi

Umboðsmaður Alþingis telur, að fíkniefnaleit sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar 2010 í Tækniskólanum í Reykjavík hafi ekki getað stuðst við undanþáguheimild í lögum um meðferð sakamála.

„Ég legg á það áherslu að á engan hátt er dregið í efa mikilvægi þess að skólayfirvöld og lögregla reyni eftir fremsta megni að stöðva dreifingu fíkniefna innan veggja skóla. Tilgangurinn getur þó ekki helgað meðalið. Aðgerðir lögreglu verða hér sem endranær að samrýmast gildandi lagareglum en þær hafa það einkum að markmiði að ekki sé gengið lengra við meðferð opinbers valds en heimilt er samkvæmt grundvallarreglum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu," segir í áliti, sem Róbert R. Spanó, settur umboðsmaður, skrifar undir.

Beinir hann þeim tilmælum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að hann hafi þessi sjónarmið  í huga í framtíðarstörfum sínum en þau sjónarmið hafi almenna þýðingu um leit lögreglu í skólastofnunum. 

Lögreglan og tollgæslan leituðu í húsnæði Tækniskólans umræddan dag með aðstoð þriggja fíkniefnahunda en ekkert fannst.

Álit umboðsmanns Alþingis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert