Kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar

Skálholt.
Skálholt. mbl.is/RAX

Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur kært þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að hafna því að skrá og varðveita deiliskipulag Skálholts sem samþykkt var árið 1996 til umhverfisráðuneytisins. Telur sveitarfélagið að stofnunin hafi enga heimild í lögum til að hafna beiðni um að taka við skipulaginu.

Í kærunni kemur fram að sveitarfélagið hafi óskað eftir því um miðjan nóvember að deiliskipulagið væri skráð og varðveitt hjá Skipulagsstofnun eins og lög gera ráð fyrir. Skipulagsstofnun hafi hafnað þeirri beiðni að því er virðist á þeim forsendum að deiliskipulagið hafi verið samþykkt áður en breyting á aðalskipulagi Laugaráss og Skálholts í Biskupstungum hafi verið staðfest.

Í skýringum Skipulagsstofnunar á ákvörðun sinni um að hafna að deiliskipulagið væri skráð og varðveitt kemur fram að stofnunin telji deiliskipulag Skálholts ekki í gildi vegna þess að það hafi ekki verið gert á grundvelli aðalskipulags.

Bláskógabyggð er afar ósátt við þessa niðurstöðu og telur stofnunina hafa farið út fyrir lögbundið hlutverk sitt. Engar lagaheimildir séu fyrir því að hafna beiðnum um að skrá og varðveita deiliskipulög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert