Staða Alberts óbreytt

Albert Jensen segir að staða sín sé óbreytt þrátt fyrir yfirlýsingar um annað í Kastljósi í gær. Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, framkvæmdarstjóri hjá Vinun, sem hefur séð um að þjónusta Albert staðfestir þetta. Hún segir það þjónustumat sem hafi verið áætlað fyrir Albert dugi ekki til að greiða fyrir þjónustuna eigi Vinun að veita hana.

Í nóvembermánuði fór kostnaður við umönnun Alberts 96.000 kr. fram úr því sem áætlað er að Albert þurfi, sem borgin hafi sagt að væri hennar vandamál. Því segist Gunnhildur Heiða ekki geta haldið uppi þeirri þjónustu við Albert sem hann þurfi á að halda.

Þetta má skýra með því að Vinun greiði hærri laun en borgin þar sem starfsmenn í heimaþjónustu eru með um 230-240 þús. kr. á mánuði en hjá Vinun eru þau oft um 270-280 þús. kr. á mánuði. Launamunurinn skýrist að hluta til af þeim réttindum sem opinberir starfsmenn hafi en hún vilji líka borga hærri laun til að lokka betra starfsfólk til starfa sem eigi að skila sér í ánægðari viðskiptavinum, þ.e. þeim sem þiggja þjónustuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert