Ögmundur: Vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Kristinn Ingvarsson

„Ég held að margir séu að átta sig á því að gagnrýni á núverandi ríkisstjórn - vinnubrögð og ákvarðanir í einstökum málum -  jafngildir ekki löngun til að fá Sjálfstæðisflokkinn til valda með öllu því sem honum fylgir,“ skrifar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á vefsíðu sína.

„Gagnrýnin er sett fram vegna þess að fólk vill róttækari breytingar en orðið hafa; komast með öðrum orðum lengra frá vinnulagi og þeirri stefnu sem fylgt var á árunum og áratugunum í aðdraganda Hrunsins!“ skrifar ráðherrann.

Jón ekki horfinn af vettvangi

Ögmundur víkur að brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn.

„Umrædd eru þessa dagana ráðherraskiptin í ríkisstjórn. Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að niðurstaðan sé mér ekki að skapi. Eðlilega horfi ég þar fyrst til samherja míns Jóns Bjarnasonar. Sjónarmið hans hafa verið mikilvæg við ríkisstjórnarborðið eins og ég hef margoft sagt og skrifað, auk þess sem hann hefur reynst góður félagi og samverkamaður. Hann er hins vegar hvergi nærri horfinn af vettvangi og fráleitt að tímabært sé að
skrifa um hann pólitísk eftirmæli!

Margefldur Jón

Mér segir nefnilega svo hugur að Jón Bjarnason eigi eftir að færast heldur í aukana en hitt í sölum Alþingis í baráttu fyrir þau stefnumarkmið sem hann er þekktur fyrir!! Brotthvarf Árna Páls Árnasonar þykir mér einnig vera slæmt. Þótt við höfum verið ósammála um sitt hvað - hann jafnaðarmaður á hægri kanti, ég á hinum vinstri - þá lít ég svo á að í Stjórnarráðinu hafi hann staðið fyrir ýmis virðingarverð og mikilvæg gildi. En ekki er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott. Inn í ríkisstjórnina er komin Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrum formaður fjárlaganefndar. Hún hefur mikla reynslu af stjórnunarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og bæjarstjóri og sem stjórnandi á sviði menntamála, bæði innan veggja skóla og annars staðar í stjórnsýslunni.

Mikill fengur er að Oddnýju að ríkisstjórnarborðinu með þá víðtæku reynslu sem hún hefur aflað sér. Minna geri ég þó ekki úr góðum hæfileikum hennar til samstarfs en þeim hef ég kynnst af mjög góðu.“

Sitthvað eru bölbænir og gagnrýni

Ögmundur segir skorta á málefnalega gagnrýni á ríkisstjórnina.

„Nokkuð fer fyrir bölbænum í garð ríkisstjórnarinnar á opinberum vettvangi. Geri ég mikinn mun á þeim annars vegar og heilbrigðri málefnalegri gagnrýni hins vegar. Mér segir svo hugur að í stjórnmálum framtíðarinnar muni málefnalegur ágreiningur innan stjórnarmeirihluta ekki valda þeim skjálfta sem hann gerði fyrr á tíð og gerir enn. Ég var einhverju sinni spurður að því í fjölmiðli hvort hver höndin væri upp á móti annarri á stjórnarheimilinu. Ég sagði að oft væru margar hendur á lofti og væri það framför frá því sem áður var þegar ein hönd var í lofti með vísifingurinn vel sýnilegan og allir samsinntu múlbundnir í undirgefni og þöggun. Að þessu leyti eru stjórnmálin að breytast. Að vísu hægt en bítandi. Verst hve mörg fórnarlömbin hafa orðið í þeim umbrotum sem þessum breytingum fylgja. Þegar upp er staðið munu hins vegar allir njóta góðs af. Það skelfilegasta sem hægt er að hugsa sér eru stjórnmál án skoðana, stjórnmál án frjálsrar hugsunar, stjórnmál án hispurslausra skoðanaskipta.

Skoltur og skott

Ég held að margir séu að átta sig á því að gagnrýni á núverandi ríkisstjórn - vinnubrögð og ákvarðanir í einstökum málum -  jafngildir ekki löngun til að fá Sjálfstæðisflokkinn til valda með öllu því sem honum fylgir. Gagnrýnin er sett fram vegna þess að fólk vill róttækari breytingar en orðið hafa; komast með öðrum orðum lengra frá vinnulagi og þeirri stefnu sem fylgt var á árunum og áratugunum í aðdraganda Hrunsins!

Ég ráðlegg fólki að leggja raunverulega við hlustir eftir því sem sá Sjálfstæðisflokkurinn segir: Í tíma og ótíma talar hann um erlendar fjárfestingar og á þá fyrst og fremst við stóriðju; hann er reiðubúinn að fórna náttúruperlunum; hann er handgenginn fjölþjóðlegum stóriðjurisum og hefur viljað einkavæða auðlindirnar. Hann vill breytta skattastefnu og færa hana til fyrra horfs þar sem stóreignafólki er ívilnað á kostnað lágtekjufólks; hann grætur auðlegðarskatta, hann vill meiri einkavæðingu í velferðarþjónustunni; hlustið á talið um Sjúkratryggingastofnun! Allt gamalt er á sínum stað. Það er ekki einu sinni svo að reynt sé að hylja úlfsskottið með sauðagæru. Fæstir taka hins vegar eftir skolti og skotti, enda uppteknir við að horfa á það sem úrskeiðis fer í augnablikum samtímans,“ skrifar Ögmundur Jónasson.

Grein Ögmundar má einnig nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja bregðast við áskorun þingkvenna

12:27 13 karlar úr röðum þingmanna úr öllum flokkum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir fullum vilja til að „ að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum sem birtist í gær undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“. Meira »

Snjóflóðahætta á Vestfjörðum

12:00 Búið er að lýsa yfir óvissustigi vegna snjóðflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og þá hefur Veðurstofan uppfært veðurviðvörunina fyrir svæðið upp í appelsínugult. „Það snjóar áfram og er leiðinda hvassviðri og ófærð og svo bætir snjóflóðahættan ekki úr skák,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Sértækur byggðakvóti eykst um 12%

11:07 Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar eykst um 701 tonn frá fyrra fiskveiðiári og er 6.335 tonn fiskveiðiárið 2017/2018. Þetta segir í fréttatilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu og ennfremur að stefna stjórnvalda undanfarin ár hafi verið að auka vægi sértæks byggðakvóta enda hafi hann almennt reynst vel sem byggðafestuaðgerð. Meira »

Krafa um refsingu lækkuð um tvö ár

11:00 Ákæruvaldið fer fram á tveggja ára fangelsisrefsingu í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem ákærður var fyrir umboðssvik. Þetta kom fram í málflutningi Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Meira »

Vinnuveitendur sýni þolendum stuðning

10:55 Samtök launafólks kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Það er ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Meira »

Sex bjóða sig fram til varaformanns KÍ

10:54 Sex bjóða sig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands en framboðsfrestur rann út á miðnætti í gær, þriðjudaginn 21. nóvember. Rafræn atkvæðagreiðsla fer fram dagana 7. til 13. desember 2017. Nýr varaformaður KÍ tekur við embætti á 7. þingi Kennarasambands Íslands sem fram fer í apríl á næsta ári. Meira »

„Mynd segir meira en þúsund orð“

10:39 „Mynd segir meira en þúsund orð. Stundum duga orðin ekki til, maður fær einhverja tilfinningu,“ segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri, inntur eftir því hvað hann meinti nákvæmlega þegar hann gagnrýndi prófílmynd Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Meira »

Frestuðu Öræfajökulsfundi vegna veðurs

10:51 Íbúafundur sem lögreglustjórinn á Suðurlandi og almannavarnarnefnd Hornafjarðar ætluðu að halda í gærkvöldi vegna Öræfajökuls var frestað vegna veðurs. Meira »

Staðan á íbúðamarkaði aðkallandi á Vesturlandi

10:29 Staðan á íbúðamarkaði er sá þáttur sem er hvað mest aðkallandi varðandi búsetuskilyrði á Vesturlandi að mati íbúa í landshlutanum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni Íbúakönnun á Vesturlandi: Staða og mikilvægi búsetuskilyrða, sem nýlega kom út. Meira »

Þurfti að fjölga sætum í dómsalnum

10:27 Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í Mosfellsdal hinn 7. júní í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, mætti í dómsal rétt í þessu í fylgt lögreglumanna, en aðalmeðferð málsins er hafin. Aðstandendur beggja fylltu dómsalinn og þurfti að fjölga sætum í salnum. Meira »

Neyðarrýmingaráætlun gefin út í dag

10:11 Neyðarrýmingaráætlun verður að öllum líkindum gefin út í dag vegna Öræfajökulssvæðisins.  Meira »

Formennirnir funda áfram í dag

10:09 Fundað er áfram í dag í viðræðum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf flokkanna. Fundurinn hófst klukkan 10 í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Meira »

Þrír sendifulltrúar til Bangladess

10:01 Þrír sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi eru komnir til Cox‘s Bazar í Bangladess til að hefja störf á tjaldsjúkrahúsi sem komið hefur verið upp fyrir flóttafólk frá Rakhine-héraði í Búrma. Meira »

Opna Vínbúðina í Kauptúni

09:00 Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag, kl. 11, en frá því er greint á heimasíðu ÁTVR. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn ÁTVR um starfsemi sérverslunar í miðbæ Garðabæjar. Meira »

Nýtt framboð fyrrverandi Framsóknaroddvita

08:45 Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, er einn þeirra sem koma að stofnun nýs bæjarmálafélags í bænum sem hyggst bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næstkomandi vor. Hann segir framboðið ekki tengjast neinni tiltekinni stjórnmálastefnu. Meira »

Yfirheyrð áfram í tengslum við vændi

09:11 Ákveðið verður þegar líður á morguninn hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Mjög illa farinn í andliti eftir árás

08:47 Maðurinn sem varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í Melgerði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi er mjög illa farinn í andliti eftir barsmíðar. Meðan annars brotnuðu í honum tennur. Meira »

Vara við 35 m hviðum við Svínafell

08:27 Lokað er um Fróðárheiði og á kafla vestan við Búðir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðurfræðingur varar þá við því að við Svínafell í Öræfum sé reiknað með hviðum um 35 m/s frá því um kl. 14-15 og undir kvöld hvassara, og sviptivindar verði á fleiri stöðum á milli Lómagnúps og Hafnar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Þormóðsslysið var hræðilegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir....
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...