Ögmundur: Vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Kristinn Ingvarsson

„Ég held að margir séu að átta sig á því að gagnrýni á núverandi ríkisstjórn - vinnubrögð og ákvarðanir í einstökum málum -  jafngildir ekki löngun til að fá Sjálfstæðisflokkinn til valda með öllu því sem honum fylgir,“ skrifar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á vefsíðu sína.

„Gagnrýnin er sett fram vegna þess að fólk vill róttækari breytingar en orðið hafa; komast með öðrum orðum lengra frá vinnulagi og þeirri stefnu sem fylgt var á árunum og áratugunum í aðdraganda Hrunsins!“ skrifar ráðherrann.

Jón ekki horfinn af vettvangi

Ögmundur víkur að brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn.

„Umrædd eru þessa dagana ráðherraskiptin í ríkisstjórn. Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að niðurstaðan sé mér ekki að skapi. Eðlilega horfi ég þar fyrst til samherja míns Jóns Bjarnasonar. Sjónarmið hans hafa verið mikilvæg við ríkisstjórnarborðið eins og ég hef margoft sagt og skrifað, auk þess sem hann hefur reynst góður félagi og samverkamaður. Hann er hins vegar hvergi nærri horfinn af vettvangi og fráleitt að tímabært sé að
skrifa um hann pólitísk eftirmæli!

Margefldur Jón

Mér segir nefnilega svo hugur að Jón Bjarnason eigi eftir að færast heldur í aukana en hitt í sölum Alþingis í baráttu fyrir þau stefnumarkmið sem hann er þekktur fyrir!! Brotthvarf Árna Páls Árnasonar þykir mér einnig vera slæmt. Þótt við höfum verið ósammála um sitt hvað - hann jafnaðarmaður á hægri kanti, ég á hinum vinstri - þá lít ég svo á að í Stjórnarráðinu hafi hann staðið fyrir ýmis virðingarverð og mikilvæg gildi. En ekki er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott. Inn í ríkisstjórnina er komin Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrum formaður fjárlaganefndar. Hún hefur mikla reynslu af stjórnunarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og bæjarstjóri og sem stjórnandi á sviði menntamála, bæði innan veggja skóla og annars staðar í stjórnsýslunni.

Mikill fengur er að Oddnýju að ríkisstjórnarborðinu með þá víðtæku reynslu sem hún hefur aflað sér. Minna geri ég þó ekki úr góðum hæfileikum hennar til samstarfs en þeim hef ég kynnst af mjög góðu.“

Sitthvað eru bölbænir og gagnrýni

Ögmundur segir skorta á málefnalega gagnrýni á ríkisstjórnina.

„Nokkuð fer fyrir bölbænum í garð ríkisstjórnarinnar á opinberum vettvangi. Geri ég mikinn mun á þeim annars vegar og heilbrigðri málefnalegri gagnrýni hins vegar. Mér segir svo hugur að í stjórnmálum framtíðarinnar muni málefnalegur ágreiningur innan stjórnarmeirihluta ekki valda þeim skjálfta sem hann gerði fyrr á tíð og gerir enn. Ég var einhverju sinni spurður að því í fjölmiðli hvort hver höndin væri upp á móti annarri á stjórnarheimilinu. Ég sagði að oft væru margar hendur á lofti og væri það framför frá því sem áður var þegar ein hönd var í lofti með vísifingurinn vel sýnilegan og allir samsinntu múlbundnir í undirgefni og þöggun. Að þessu leyti eru stjórnmálin að breytast. Að vísu hægt en bítandi. Verst hve mörg fórnarlömbin hafa orðið í þeim umbrotum sem þessum breytingum fylgja. Þegar upp er staðið munu hins vegar allir njóta góðs af. Það skelfilegasta sem hægt er að hugsa sér eru stjórnmál án skoðana, stjórnmál án frjálsrar hugsunar, stjórnmál án hispurslausra skoðanaskipta.

Skoltur og skott

Ég held að margir séu að átta sig á því að gagnrýni á núverandi ríkisstjórn - vinnubrögð og ákvarðanir í einstökum málum -  jafngildir ekki löngun til að fá Sjálfstæðisflokkinn til valda með öllu því sem honum fylgir. Gagnrýnin er sett fram vegna þess að fólk vill róttækari breytingar en orðið hafa; komast með öðrum orðum lengra frá vinnulagi og þeirri stefnu sem fylgt var á árunum og áratugunum í aðdraganda Hrunsins!

Ég ráðlegg fólki að leggja raunverulega við hlustir eftir því sem sá Sjálfstæðisflokkurinn segir: Í tíma og ótíma talar hann um erlendar fjárfestingar og á þá fyrst og fremst við stóriðju; hann er reiðubúinn að fórna náttúruperlunum; hann er handgenginn fjölþjóðlegum stóriðjurisum og hefur viljað einkavæða auðlindirnar. Hann vill breytta skattastefnu og færa hana til fyrra horfs þar sem stóreignafólki er ívilnað á kostnað lágtekjufólks; hann grætur auðlegðarskatta, hann vill meiri einkavæðingu í velferðarþjónustunni; hlustið á talið um Sjúkratryggingastofnun! Allt gamalt er á sínum stað. Það er ekki einu sinni svo að reynt sé að hylja úlfsskottið með sauðagæru. Fæstir taka hins vegar eftir skolti og skotti, enda uppteknir við að horfa á það sem úrskeiðis fer í augnablikum samtímans,“ skrifar Ögmundur Jónasson.

Grein Ögmundar má einnig nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ofninn líklega í gang upp úr helgi

14:20 „Við vonum að við getum fari í gang upp úr helginni,“ segir yf­ir­maður ör­ygg­is- og um­hverf­is­mála hjá United Silicon, spurður hvenær starf­semi geti hafist að nýju. Ofninn hefur ekki verið ræstur aft­ur eft­ir að 1.600 gráðu heit­ur kís­il­málm­ur lak niður á gólf 17. júlí sl. Meira »

Opnað fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri

13:44 Opnað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri milli Hólaskjóls og Landmannalauga en henni var lokað vegna mikilla vatnavaxta á svæðinu. Fólk er hvatt til þess að keyra ekki enn um veginn á minni bílum. Meira »

Tók mikið á alla hlutaðeigandi

13:40 Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar er þakklátt því að málinu, þar sem tveir starfsmenn barnaskóla Hjallastefnunnar voru grunaðir um að hafa beitt börn ofbeldi, sé lokið. Margrét Pála segir málið hafa tekið mikið á alla hlutaðeigandi. Meira »

Segja ána erfiða viðureignar

13:17 Um 60 björgunarsveitarmenn taka þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss í gær. Búið er að koma fyrir neti við Bræðratungubrú og er notast við dróna, kajakbáta og svifnökkva við leitina. Meira »

Safna fyrir fjölskyldu Bjarka

12:52 Hafin er söfnun handa fjölskyldu Bjarka Más Guðnasonar sem lenti í alvarlegu slysi á Selfossi 11. júlí og lést á Landspítalanum þremur dögum síðar. Aðstandendur fjölskyldu Bjarka standa að baki söfnuninni. Meira »

Árekstur á Miklubraut

12:51 Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl vegna minni háttar meiðsla eftir áreksturinn samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Lugu til um pakkasendingu

12:30 Hringt var í konu í vesturbæ Reykjavíkur í gær en á línunni var karlmaður sem sagðist vera á leið til hennar með pakka frá Samskipum. Hins vegar lá þannig í því að konan átti ekki von á neinni sendingu. Meira »

7 vikna í einangrun með kíghósta

12:39 7 vikna gamalt barn er nú í einangrun á Barnaspítala Hringsins vegna kíghósta. Móðir stúlkunnar, Helena Dröfn Stefánsdóttir, greindi frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þetta er sjúkdómur sem getur verið lífshættulegur fyrir svona ungt barn og á helst ekki að vera til á landi eins og okkar,“ segir hún Meira »

Maðurinn sem lést í vinnuslysi

12:12 Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Hafnarfirði á mánudag hét Einar Ólafur Steinsson. Hann var 56 ára og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Meira »

„Við viljum trúa á það að réttlætið sigri“

12:00 Búið er að áfrýja máli Áslaug­ar Ýrar Hjart­ar­dóttur, sem bar­ist hef­ur fyr­ir því að fá end­ur­gjalds­lausa túlkaþjón­ustu sem hún þarf á að halda, til Hæstaréttar. Móðir Áslaugar segir Áslaugu hugsa málið í stærra samhengi en svo að það snúist um hana eingöngu. Meira »

Virði reglur um hvíldartíma

11:38 Samgöngustofa brýnir fyrir atvinnubílstjórum stórra ökutækja, til að mynda hópferðabifreiða, að virða reglur um hvíldartíma og aka af stað óþreyttir. Aksturstími hvern dag skal ekki vera lengri en níu klukkustundir og hlé skal gera á akstri eftir 4,5 klukkustunda akstur. Meira »

„Þess­ir veg­ir eru stór­hættu­leg­ir“

11:37 „Vegurinn er bara ein og hálf bílbreidd og þegar menn sýna glannaakstur þá er þetta skelfilegt,“ segir Magnús H. Valdimarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Time Tours, í samtali við mbl.is. Rúta á vegum fyrirtækisins fór út af Gjábakkavegi á Þingvöllum í gær en engin alvarleg slys urðu á fólki. Meira »

Lögreglan kölluð út vegna deilna

11:23 Laust fyrir kl. 6 í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um aðstoð vegna deilna milli sambúðarfólks í Hafnarfirði. Meira »

Vinnuslys í Mosfellsbæ

11:18 Snemma í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um vinnuslys við fyrirtæki í Mosfellsbæ.  Meira »

Byggja 60-70 íbúðir á Edenreit

10:52 Hveragerðisbær ætlar að byggja íbúðarhúsnæði í austurhluta bæjarins á lóðum þar sem Eden og Tívolíið voru áður. Fasteignaþróunarfélagið Suðursalir ehf. stendur að framkvæmdunum í samstarfi við Arion banka. Meira »

Maðurinn erlendur hælisleitandi

11:21 Maðurinn sem féll í Gullfoss er erlendur hælisleitandi sem kom til Íslands fyrir nokkru síðan. Ekkert bendir til þess að þetta atvik hafi orðið með saknæmum hætti. Meira »

Óvenju mikið af karfa á ferðinni

10:59 „Það hefur gengið mjög vel og það er óvenjulega mikið af karfa á ferðinni á Halanum og reyndar í öllum köntunum á Vestfjarðamiðum. Þetta er reyndar góður karfatími en veiðin er mun betri en ég átti von á.“ Meira »

Ekið á ferðamann í Borgarnesi

10:50 Ekið var á konu í Borgarnesi um fjögurleytið í gær. Atburðurinn átti sér stað á Borgarbrautinni og var konan, sem var erlendur ferðamaður, talsvert mikið slösuð á fæti eftir slysið, að sögn lögreglunnar á Vesturlandi. Meira »
BEYGJANLEGUR HARÐVIÐUR
T.d. á hringstiga og annað bogið, http://www.youtube.com/watch?v=Xh2eO_RaxnQ www...
HANDRIÐ, SMÍÐUM OG SETJUM UPP
Þú finnur yfir 1000 myndir á FACEBOOK síðunni okkar, Magnús Elías / Mex bygginga...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage DownTown Reykjavik. S. 6959434 Alina...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...