Ögmundur: Vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Kristinn Ingvarsson

„Ég held að margir séu að átta sig á því að gagnrýni á núverandi ríkisstjórn - vinnubrögð og ákvarðanir í einstökum málum -  jafngildir ekki löngun til að fá Sjálfstæðisflokkinn til valda með öllu því sem honum fylgir,“ skrifar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á vefsíðu sína.

„Gagnrýnin er sett fram vegna þess að fólk vill róttækari breytingar en orðið hafa; komast með öðrum orðum lengra frá vinnulagi og þeirri stefnu sem fylgt var á árunum og áratugunum í aðdraganda Hrunsins!“ skrifar ráðherrann.

Jón ekki horfinn af vettvangi

Ögmundur víkur að brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn.

„Umrædd eru þessa dagana ráðherraskiptin í ríkisstjórn. Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að niðurstaðan sé mér ekki að skapi. Eðlilega horfi ég þar fyrst til samherja míns Jóns Bjarnasonar. Sjónarmið hans hafa verið mikilvæg við ríkisstjórnarborðið eins og ég hef margoft sagt og skrifað, auk þess sem hann hefur reynst góður félagi og samverkamaður. Hann er hins vegar hvergi nærri horfinn af vettvangi og fráleitt að tímabært sé að
skrifa um hann pólitísk eftirmæli!

Margefldur Jón

Mér segir nefnilega svo hugur að Jón Bjarnason eigi eftir að færast heldur í aukana en hitt í sölum Alþingis í baráttu fyrir þau stefnumarkmið sem hann er þekktur fyrir!! Brotthvarf Árna Páls Árnasonar þykir mér einnig vera slæmt. Þótt við höfum verið ósammála um sitt hvað - hann jafnaðarmaður á hægri kanti, ég á hinum vinstri - þá lít ég svo á að í Stjórnarráðinu hafi hann staðið fyrir ýmis virðingarverð og mikilvæg gildi. En ekki er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott. Inn í ríkisstjórnina er komin Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrum formaður fjárlaganefndar. Hún hefur mikla reynslu af stjórnunarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og bæjarstjóri og sem stjórnandi á sviði menntamála, bæði innan veggja skóla og annars staðar í stjórnsýslunni.

Mikill fengur er að Oddnýju að ríkisstjórnarborðinu með þá víðtæku reynslu sem hún hefur aflað sér. Minna geri ég þó ekki úr góðum hæfileikum hennar til samstarfs en þeim hef ég kynnst af mjög góðu.“

Sitthvað eru bölbænir og gagnrýni

Ögmundur segir skorta á málefnalega gagnrýni á ríkisstjórnina.

„Nokkuð fer fyrir bölbænum í garð ríkisstjórnarinnar á opinberum vettvangi. Geri ég mikinn mun á þeim annars vegar og heilbrigðri málefnalegri gagnrýni hins vegar. Mér segir svo hugur að í stjórnmálum framtíðarinnar muni málefnalegur ágreiningur innan stjórnarmeirihluta ekki valda þeim skjálfta sem hann gerði fyrr á tíð og gerir enn. Ég var einhverju sinni spurður að því í fjölmiðli hvort hver höndin væri upp á móti annarri á stjórnarheimilinu. Ég sagði að oft væru margar hendur á lofti og væri það framför frá því sem áður var þegar ein hönd var í lofti með vísifingurinn vel sýnilegan og allir samsinntu múlbundnir í undirgefni og þöggun. Að þessu leyti eru stjórnmálin að breytast. Að vísu hægt en bítandi. Verst hve mörg fórnarlömbin hafa orðið í þeim umbrotum sem þessum breytingum fylgja. Þegar upp er staðið munu hins vegar allir njóta góðs af. Það skelfilegasta sem hægt er að hugsa sér eru stjórnmál án skoðana, stjórnmál án frjálsrar hugsunar, stjórnmál án hispurslausra skoðanaskipta.

Skoltur og skott

Ég held að margir séu að átta sig á því að gagnrýni á núverandi ríkisstjórn - vinnubrögð og ákvarðanir í einstökum málum -  jafngildir ekki löngun til að fá Sjálfstæðisflokkinn til valda með öllu því sem honum fylgir. Gagnrýnin er sett fram vegna þess að fólk vill róttækari breytingar en orðið hafa; komast með öðrum orðum lengra frá vinnulagi og þeirri stefnu sem fylgt var á árunum og áratugunum í aðdraganda Hrunsins!

Ég ráðlegg fólki að leggja raunverulega við hlustir eftir því sem sá Sjálfstæðisflokkurinn segir: Í tíma og ótíma talar hann um erlendar fjárfestingar og á þá fyrst og fremst við stóriðju; hann er reiðubúinn að fórna náttúruperlunum; hann er handgenginn fjölþjóðlegum stóriðjurisum og hefur viljað einkavæða auðlindirnar. Hann vill breytta skattastefnu og færa hana til fyrra horfs þar sem stóreignafólki er ívilnað á kostnað lágtekjufólks; hann grætur auðlegðarskatta, hann vill meiri einkavæðingu í velferðarþjónustunni; hlustið á talið um Sjúkratryggingastofnun! Allt gamalt er á sínum stað. Það er ekki einu sinni svo að reynt sé að hylja úlfsskottið með sauðagæru. Fæstir taka hins vegar eftir skolti og skotti, enda uppteknir við að horfa á það sem úrskeiðis fer í augnablikum samtímans,“ skrifar Ögmundur Jónasson.

Grein Ögmundar má einnig nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Lögregla lokaði skemmtistað

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjúleytið. Meira »

Stjórnlaus af sveppaneyslu

06:34 Rétt eftir miðnætti þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að flytja mann sem var í mjög annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa á slysadeild Landspítalans. Meira »

Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

05:30 Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig. Meira »

Þrír milljarðar urðu eftir í þrotabúum

05:30 Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna, rann fyrst í gegnum félögin Chesterfield og Partridge, sem eru í gjaldþrotameðferð, og barst þaðan til Kaupþings. Meira »

Vilja vinna þangi í Breiðafirði

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú mikinn áhuga á að hefja vinnslu á þangi í Breiðafirði með aðstöðu í Stykkishólmi.  Meira »

Ferðamenn í íbúð Félagsbústaða

05:30 Félagsbústaðir hf. munu senda öllum leigutökum sínum, sem eru um 2.500 talsins, bréf til að vekja athygli þeirra á því að framleiga íbúða til ferðamanna sé með öllu óheimil. Meira »

Undiralda í Framsóknarflokknum

05:30 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir marga framsóknarmenn „æfa“ yfir því baktjaldamakki sem nú standi yfir í Skagafirði. Það geti „stórskaðað“ flokkinn svo skömmu fyrir þingkosningar. Meira »

Vísbendingar um nokkurt launaskrið

05:30 Merki eru um að eitthvert launaskrið sé komið í gang á vinnumarkaði um þessar mundir en launavísitalan í ágúst hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Meira »

Fundalota um verðmæta stofna

05:30 Ekki eru taldar miklar líkur á að heildarsamkomulag náist á fundum strandríkja í næsta mánuði um uppsjávarveiðar í Norður-Atlantshafi. Í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld hefur síðustu ár verið veitt umfram ráðgjöf vísindamanna og samstaða hefur ekki náðst á fundum um stjórnun veiðanna. Meira »

Andlát: Guðni Christian Andreasen

05:30 Guðni Christian Andreasen bakarameistari lést á heimili sínu 67 ára að aldri.   Meira »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

Í gær, 22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

Í gær, 20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

VG stærsti flokkurinn

05:30 Vinstrihreyfingin – grænt framboð er stærsti flokkur landsins skv. könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn nýtur fylgis 30% kjósenda og fengi skv. því 22 þingmenn, en hefur nú 10. Umtalsverður munur er á fylgi VG eftir kynjum. Ætla 20% karla að kjósa flokkinn en 40% kvenna. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

Í gær, 21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

Í gær, 20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
BMW klossar, olíusía og olíusíuverkfæri
BMW bremsuklossa sett framan Báðum megin framan. Passar á eftirfarandi hjól ...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...