Segir Jóhönnu ófæra um að leiða Samfylkinguna

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

„Hvorugur ríkisstjórnarflokkanna treystir sér til þess að mæta örlögum sínum í kosningum. Bæði Samfylking og VG eru klofnir ofan í rót og sjá þann eina kost í stöðunni að hanga á ríkisstjórnarsamstarfinu til þess að fresta því í lengstu lög að til kosninga komi,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á bloggsíðu sinni í dag. Ótti haldi ríkisstjórnarsamstarfinu saman.

Einar segir að forysta Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafi orðið viðskila við kjarna flokksins. Ekki síst lykilmenn á vinstrivængnum sem gert hafi stofnun hans mögulega á sínum tíma. Í einstökum kjördæmum hafi slíkir einstaklingar einfaldlega gefist upp á ástandinu innan flokksins. Vandi Samfylkingarinnar snúi hins vegar einkum að forystukreppu.

„Allir sjá að formaður flokksins, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, er á útleið. Spurningin er bara hvort hún verði sett af í vor eða síðar á árinu. Þetta gerir það að verkum að vald formannsins er að engu orðið. Jóhanna Sigurðardóttir er fyrir vikið nú þegar orðin ófær um að leiða flokkinn. Orð hennar hafa ekki lengur vigt innan hans,“ segir Einar.

Bloggsíða Einars K. Guðfinnssonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert